Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 64

Valsblaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 64
62 VALSBLAÐIÐ Margrét Guðjónsdóttir, Fanney Harðardóttir, Ágúst Harðarson, Hilmar Harðarson, Hiirður Ágústsson, Guðjón Harðarson og Bjarni Harðarson. þegar ég get. Ég hef þó tafizt frá því, þegar börnunum hefur fjölgað. Mér finnst það hafa verið mikil heppni fyrir börnin að við skyldum eiga heima svona stutt frá æfinga- svæði Vals, og mér persónulega féll það vel að þeir skyldu ílendast ein- mitt í Val. Ég veit líka að þeir eru þar hjá góðum mönnum og svo veit ég það, að drengir á þessum aldri hafa gott af því að vera í þannig leik í góðu félagi, það hafi góð áhrif á alla unglinga að lenda í slíkum félagsskap. Mér þykir líka svo gott að vita af þeim þarna, þar er ég ör- ugg með þá. Ég fylgist með því hvernig leikir fara og gleðst þegar þeir vinna og þó þeir tapi, segi ég ekkert, því að þá segja þeir að hinir hafi verið betri og þá er ekkert við tapinu að segja, og einhverjir verða að tapa. Ég hvet þá til að fara á æfingar og stunda þær vel og sinna því sem þeir eiga að gera hjá Val. Mér finnst það svo sjálfsagt, að þeir séu í íþrótt- um og áhuga hafa þeir haft fyrir þeim frá því að þeir voru litlir. Eins og ég sagði áðan hef ég gam- an af því, þegar þeir sigra í leikjum, en ég held að ég hafi aldrei verið eins ánægð og jafnvel upp með mér, þegar Bjarni kom heim sem Islands- meistari, og fór ég að horfa á þann leik, því að það voru Vestmannaey- ingar og Valur sem voru í úrslitum. Þá kom Valsmaðurinn upp í mér og lét það óspart í ljós, en Hörður sagði ekkert. Hann var nú ánægður — held ég. — Þetta var nú hans sonur, en hins vegar synir vina og frænda frá hans kæru heimaslóðum! Ég vil svo að lokum endurtaka það sem ég sagði áðan, að ég er mjög fegin að þeir skuli vera virkir hjá Val og ég vona, að þeir haldi því áfram. Ég er þakklát Val fyrir að hafa gefið þeim þetta tækifæri, því mér finnst allur aðbúnaður þarna nið- urfrá vera svo góður, vellir og íþróttahús. Mér finnst líka að þeir séu alltaf að vinna að því að bæta aðstöðuna, gera þetta betra fyrir fé- lagana og vona ég, að það gangi sem bezt hjá þeim. —•—• Guðjón Harðarson, 18 ára, sem er elztur þeirra bræðrá hafði þetta að segja um veru sína í Val: Strax þegar ég kom hingað með foreldrum mínum frá Vestmannaeyj- um, fór ég að venja komur mínar á Valssvæðið, en það var 1965. Ég man að það var á sunnudegi, sem ég fór fyrst niður á Hlíðarenda og ég fékk strax að vera með. Drengirnir hvöttu mig til að koma aftur og það þurfti víst ekki að suða lengi í mér með það. Æfði ég svo með þeim og þegar farið var aö velja í lið, var ég valinn og lenti í A-liðinu. Þetta gekk vel, við unnum alla leikina og urðum ís- landsmeistarar það ár. Ég man alltaf þegar valið var í fyrsta leikinn, maður beið í miklu ofvæni og svo eftir að vita hvernig maður stæði sig, en þetta fór allt vel, ég var ekki settur út. Úrslitaleikurinn við KR var líka spennandi og ég held, að við höfum orðið að keppa tvisvar og unnum svo 2:1. Þetta var síðara árið mitt í 5. fl. Næstu tvö sumrin var ég í sveit og missti þannig af fjórða flokki og var það heldur leiðinlegt. I þriðja flokki hélt ég svo áfram og var ég með í að vinna Reykja- víkurmót fyrra árið og Haustmót síð- ara árið. Síðan færðist ég upp í ann- an flokk og var þar í B-riðli og unn- um við Haustmót og Reykjavíkurmót og svo núna í ár erum við búnir að vinna Reykjavíkurmót og Miðsumars- mót. Það var skemmtilegur sigur, því að við höfðum alltaf tapað fyrir Fram þar til í þessum síðasta leik. Við getum því vel við unað árangr- inum í sumar, en mér finnst hann ekki nógu góður hjá A-liðinu og veld- ur því vafalaust ásókn meistaraflokks í annars flokks mennina, sem raunar kemur líka niður á B-liðinu, en það mál þyrfti að athuga betur. Ég hef alltaf gaman af að vera á Valssvæðinu, og var þar nær öllum stundum þegar ég var yngri, en nú þegar maður er farinn að vinna hefur maður ekki eins mikinn tíma til að vera þar. Sambandið á milli okkar drengjanna er mjög gott, enda verið lengi saman og félagsandinn í bezta lagi. Ég hef því hugsað mér að halda þessu áfram eins lengi og ég get. Ég er einn þeirra sem hef gaman af að koma á fundi og sjá kvikmyndir og spjalla um knattspyrnu, og mér virðist sem margir drengjanna vilji að til slíkra funda sé stofnað, en það kemur að því að þetta verði fastur liður í starfsemi flokkanna. Mér hefur alltaf þótt gaman að keppa og á yfirleitt góðar minningar frá leikjunum. Þó er það einn, sem er mér sérstaklega eftirminnilegur. Þetta var leikur við Fram, í þriðja fl. A. Reykjavíkurmót. Urðum við að vinna þann leik til þess að komast í úrslit. Drengirnir í Fram voru yfirleitt líkamlega stærri en við, en við ætluð- um ekki að gefa okkur, þó að þeir yrðu harðir við okkur. í leikhléi var staðan 1:0 þeim í vil. Þegar fór að líða á leikinn fóru átök- in að harðna, svo að við lá áflogum. Dómarinn var farinn að gefa mönn- um áminningar og vísa mönnum af leikvelli. Svo kom að því að við kom- umst yfir og leikar stóðu 2:1 okkur í vil. Þá fór allt í bál og brand og mátti þar sjá hvar 5 eða 6 menn voru komnir í handalögmál. Þustu þá þjálfarar liðanna inn á til að stilla til friðar! Meistaraflokkur Vals var þar ekki langt frá á æfingu og komu þeir á vettvang til að fylgjast með því sem var að gerast og löttu okk- ur ekki til átakanna! Þegar leik lauk höltruðu menn útaf vellinum eftir spörk og pústra. Aðrir voru með blá augu og skeinur. Við unnum leikinn 2:1. Þetta er nú ekki fallegt til að segja frá, en þetta gerðist og vonandi kem- ur svona lagað ekki fyrir aftur. Vil svo að lokum endurtaka það, að mér fellur vel hjá Val, og ætla að halda áfram og reyna að komast í lið, og auðvitað að reyna að komast lengra og lengra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.