Valsblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 47

Valsblaðið - 11.05.1972, Qupperneq 47
VALSBLAÐIÐ 45 Þórður Þorhrlsson: Fulltrúaráð Vals tuttugu og fimm ára Þegar við virðum Val fyrir okkur í dag, þá beinist hugurinn fyrst og fremst að tugum keppnisflokka, bæði stúlkna og pilta, á öllum aldri, sem æfa og leika undir merki Vals. Því næst virðum við fyrir okkur félags- svæði Vals, íþróttahús, knattspyrnu- velli og félagsheimili, þar sem sköp- uð er aðstaða til æfinga, fundahalda og félagsstarfs. Þetta er í raun og veru ytri búnaður félagsins. Við látum hugann reika áfram, þá verður á vegi okkar aðalstjórn félags- ins, deildastjórnir og nefndir. Hlut- verk þessara aðila er, að sjá um að félagsstarfsemin gangi sem bezt, bæði íþróttalega, og að eignum félagsins sé vel við haldið. Þetta er í fáum orðum sá Valur, sem við sjáum fyrir okkur daglega, en þetta er ekki alls kostar rétt, til er í félaginu stofnun, sem lætur ekki mikið yfir sér og vill kannske oft gleymast. Hér á ég við fulltrúaráð félagsins. Tilefni þessara skrifa eru þau, að á þessu ári eru 25 ár síðan „Fulltrúa- ráð Vals“ var stofnað. Hugmyndin að stofnun fulltrúa- ráðsins mun hafa komið fram á fé- lagsfundi árið 1945, sem nokkrir áhugamenn úr Val héldu um félags- málin að frumkvæði Frímanns Helga- sonar. Á aðalfundi félagsins sama ár var stofnað 9 manna fulltrúaráð, er starfa á í sambandi við stjórn félags- ins og aðstoða hana í meiri háttar málum. Það hljóta að hafa verið veigamikl- ar ástæður, sem leiddu til þess, að fulltrúaráðið var stofnað. I 50 ára Valsblaðinu er ítarleg grein um full- trúaráðið, tildrögin að stofnun full- trúaráðsins og ástæðurnar fyrir stofnun þess. Ég læt því nægja að til- færa stuttan kafla úr þeirri grein: „Það bendir þó svolítið til þess, að eitthvað hafi verið alvarlegt á seiði, að nokkrir áhugamenn úr Val komu saman á fund, til þess að ræða félags- mál. Þessi fundur var rétt fyrir aðal- fund og hin raunverulega ástæða fyr- ir þessum fundi „nokkurra áhuga- manna" var sú, að svo leit út, sem ekki yrði hægt að setja á laggirnar stjórn, sem nyti verulegs trausts. Ekkert formannsefni var fyrir hendi, sem vitað var að vildi taka að sér for- mennsku, og sumir, sem voru í stjórn, neituðu að starfa þar áfram. Það var sem sagt stjórnarkreppa, sem var orsökin til þess, að hugmyndin um fulltrúaráðið varð til“. Þannig starfaði 9 manna fulltrúa- ráð við hlið stjórnar félagsins til árs- ins 1957, en á aðalfundi það ár eru samþykktar starfsreglur fyrir full- trúaráðið í 8 greinum. 1. gr. hljóðar svo: Meðlimir full- trúaráðsins geta þeir Valsmenn orðið, sem starfað hafa vel um nokkurn tíma fyrir félagið, eru orðnir 30 ára og hlotið samþykki % hluta félags- stjórnar. í 4. gr. segir svo: Á fyrsta fundi ráðsins, eftir aðalfund félagsins, skal kjósa 3 fulltrúa í stjórn, þ. e. formann, varaformann og ritara. 1 5. gr. segir meðal annars: Stjórn félagsins skal ávallt leggja fyrir full- trúaráðið til samþykktar öll meiri háttar áform stjórnarinnar, sérstak- lega allt það, sem hefur eða getur haft verulega fjárhagslega þýðingu, svo sem byggingaframkvæmdir, kaup og sölu á eignum félagsins, utanferðir, Fulltrúaráð Vals: Fremsta röð f. v.: Úlf- ar Þórðarson, Guðbjörn Guðmundsson, Magnús Bergsteinsson, Frímann Helga- son, Páll Guðnason, Þórður Þorkelsson, Þorkell Ingvarsson, Einar Björnsson. — Önnur röð: Albert Guðmundsson, Grímar Jónsson, Björn Carlsson, Bragi Iíristj- ánsson, Bjarni Bjarnason, Baldur Stein- grímsson, Hermann Hermannsson, Guð- mundur Ingimundarson, Hrólfur Bene- diktsson, Egill Kristbjörnsson, Friðjón Guðbjörnsson, Anton Erlendsson. — Þriðja röð: Jóhann Eyjólfsson, Sigfús Halldórsson, Hólmgeir Jónsson, Magnús Guðbrandsson. Ólafur H. Jónsson. Jó- hannes Bergsteinsson, Geir Guðmundsson, Ægir Ferdinandsson og Valur Benedikt=- son. Á myndina vantar 13 fulltrúa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.