Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Síða 8
4
Fyrsti lögsögumaöur, Iírafn Hængsson, kosinn af
lögréttu 930.
Fyrstur trúboöi, Friörik biskup, saxneskur, 981.
Fyrsta kirkja er í ritum talin bygö um 984, að Asi
í Hjaltadal, en þaö mun sanni nær, aö Örlygur gamli
hafi reist kirkju að Esjubergi pálægt 100 árum áöur.
Fyrsturíslenskur biskup, ísleifur Gissurarson, 1054.
Fyrstur fastur skóli á Hólum, 1552.
Fyrstur íslenskur rithöfundur, kunnur, og faðir ís-
lenskrar sagnritunar, Ari Þorgilsson, prestur, f. 1067,
d. 1148.
Fyrsta Heklu-gos, er sögur fara af, 1104.
Fyrsta klaustur, reist á Þingeyrum, 1133.
Fyrstur konungur yfiríslandi, Hákon Hákonarson
(kon. Noröm. 1217-) 1262—63.
Fyrsta prentsmiöja á Breiðabólsstað í Vesturhópi
um 1530.
Fyrstur prentari Jón Matthíason, sænskur prestur.
Fyrstur lúterskur biskup, Gissur Einarsson, 1539.
Fyrst prentað 113'jatestamentiö, þýtt af Oddi lög-
manni Gottskálkssyni, 1540.
Fyrst prentuð biblían, þýdd af Guðbrandi biskupi
1584.
Fyrsta ísl. sálmabók, sem til er, prentuð 1555.
Fyrsta galdrabrenna 1625, (hin síöasta 1690).
Fyrsta Jónsbók (Vídalíns) kemur út 1718.
Fyrst drukkið brennivín á Islandi á 17. öld.
Fyrst drukkið kaffi 1772.
Fyrst fluttur fjárkláöi til íslands 1760.
Fyrsta organ, sett í Leirárkirkju, 1800.
Fyrsti vísir til fréttablaða, Klausturpósturinn, kem-
ur út 1818 (Minnisverð tíðindi ekki talin, þau komu út
1796—1808).
Fyrsti árgangur Fjölnis birtist 1835.
Fyrst gefin út Ný félagsrit 1841, rit Jóns Sig-
urðssonar.
Fyrsta blað Þjóðólfs er prentað 1848.