Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 41
19
varöur haföi á hendi, þá stundaði hann þaö meÖ
mestu árvekni og samviskusemi, og meö því hann var
fyrirtaks vitsmunamaður, hygginn og stiltur, hepnað-
ist honum að leysa hin ýmsu vandasömu störf sín svo
af hendi, aö hann ávann sér traust og viröingu bæöi
bresku stjórnarinnar og stjórnenda landanna, sem
hann var sendiherra til. Það var í langa tíö segin
saga, aö ef breska stjórnin lenti í málaflækjum viö
aðrar þjóðir, sem erfitt var aö greiða úr, þá sendi hún
Dufferin lávarö þangað, og hepnaðist honum ætíð
mæta vel aö greiða úr málunum. Blaöiö Punch gerði
eitt sinn spaug aö því, hvaö víöa Dufferin* lávarður var
sendur, meö þessum oröum : ,,Vér (Bretar) eigum
einungis einn stjórnkænan mann“, og hafa þessi orð
síðan veriö í minnum höfö, því þau voru í rauninni
sönn, þótt í spaugi væru sögð.
Dufferin lávarður var fulltrúi hins breska veldis í
öllum álfum heimsins, aö Australiu einni undanskil-
inni, og er óhætt aö segja, aö enginn breskur stjórn-
málamaður hefir betur skilið þær þjóöir, er hann átti
mök viö fyrir hönd Breta, en einmitt þessi vitri og
fjölhæfi maður. Þetta kom ekki síst í ljós þegar hann
var landstjóri á Indlandi og réö þar yfir nálega fimta
hluta alls mannkynsins í heiminum. Hann var hinn
eini breski landstjóri sem algerlega skildi hugsunarhátt
allra stétta á Indlandi — hinna mikillátu innlendu
prinsa jafnt sem hinna lítilmótlegustu daglaunamanna.
Hin þýðingarmestu mál, sem hann útkljáöi þar eystra,
voru þau, aö ákveða landamærin milli Indlands og
Afghanistan, og innlimun Efri-Burmah í Indland. En
það sem alþýða á Indlandi mun að líkindum þakka
honum fyrir löngu eftir aö stjórnmála-afreksverk hans
eru gleymd er þaö, aö hann kom á fót félagsskap um
alt landið f því skyni, að kvenfólk af öllum stéttum
fengi læknishjálp og meööl í sjúkdómum sínum.
Þótt Dufferin lávarður væri nafntogaöur fyrir
kurteisi og þýðlegt viömót, þá var hann óvenjulega
embeittur maður, og gaf aldrei eftir f því er hann áleit