Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Page 51
29
aö fá brezku stjórnina í liö meö sér, en þær tilraunir
strönduöu hvaö eftir annaö.
Þá kom honum þaö heillaráö í hug að mynda fé-
lag einstakra framsóknarmanna breskra og æfintýra-
garpa og fá handa félagi þessu konunglegt leyfisbréf
til þess að vinna hina geysimiklu landspildu, sem nær
allar leiðir noröur til Zambesi-fijóts, — og stjórna
henni. Sjálfur var hann heilinn og hjartað og sálin
og áhuginn í féiaginu. Margir voru öröugleikarnir.
En þoliö og sannfæringarafliö var óþrjótandi og þang-
að til var hann, að konunglegt leyfisbréf var fengið.
Sumir hinna göfugustu af herrabornum mönnum á
Englandi uröu embættismenn félagsins. Peningamenn
og alþýða heltu miljónum í fjárhirzluna. Rhodes stóð
nú sigrihrósandi; hann ætlaði sér nú að mála Suður-
Afríku rauöum lit breskum frá Orange-ftjóti og norður
til Zambesi.
Dr. Jameson, vinur hans og verkfæri, réöist nú
meö hóp nýlendumanna inn í Mashonaland. Hann
hafði einungis yfir tveim þúsundum manna að ráða og
það er eins og annað furðuverk, að Lobengula kon-
ungur, sem þar var fyrir, skyldi ekki sópa þeim af
yfirborði jarðarinnar í einni atlögu. En dr. Jameson
hafði í þetta sinn gæfuna með sér. Mashonaland varð
nú eins konar bresk nýlenda og þar var farið að grafa
gull af kappi, sem fengið hafði að liggja ósnert í jörðu
síðan á dögum Fönikíumanna í fornöld. En ekki
varð friðurinn ævarandi. Lobengula fór að skiþ'a, að
ekki færi alt með feldu; hann fór að óttast Cecil
Rhodes, ,,þenna stóra bróður, sem etur upp alt
landið að einum miðdegisverði. “ Ófriður braust nú
út aftur í Mashonalandi, en aftur gjörðust hin sömu
býsn. Lobengula hafði 15 þúsund ágætra hermanna,
en það voru alt villumenn, en dr. Jameson að eins ör-
fáa og ekki unt að bæta nema sárfáum við. A fáein-
um vikum var Lobengula yfirunninn, hernum tvístrað,
en landi hans bætt við eignir Englendinga. Stærra
svæði en öllu þýzka keisaradæminu var bætt við