Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Side 54
32
innan skamms veröa lávaröar heimsins, og svo vegna
hins, aö ekki væri meö ööru móti unt af Englands
hálfu aö græða sáriö, sem það lagði sér meö því að
láta Bandamenn ganga sér úr greipum. ,,Ef Eng-
landi, Bandaríkjunum og Þýskalandi kemur vel sarn-
an, þá er friðurinn í heiminum trygöur. Vináttu-
böndin, sem menn bindast á námsárunum, eru sterk-
ustu böndin, sem til eru“, sagöi Rhodes.
Hann giftist aldrei og var eiginlega aldrei viö
kvenmann kendur. Honunr var brugðið um, að hann
hann hataðist viö konur. I því var engin hæfa. Hann
var eitt sinn í miklu vinfengi við Olive Schreiner,
kven-rithöfundinn alkunna í Suður-Afríku. En sú
vinátta var rnest fólgin í lotningu beggja fyrir sálar-
gáfum hins. „Vanalegir menn fá ekki skiliö vináttu,
sem eins er variö og okkar, “ sagöi hann, og það mun
hafa átt vel viö um allan kunningsskap hans viö kon-
ur. Hann var tilbeðinn af mörgum konum, — eink-
um hinum gáfuöu, og hann hjálpaði þeim mörgum.
Það var eins konar kýmni örlaganna, að kona skyldi
veröa til þess að flýta fyrir dauöa hans, — kona, sem
hafði sett sér fyrir aö giftast honum, en sá aö hann
vildi hana ekki með neinu móti, og hefndi sín á hon-
um með því að falsa nafn hans undir ávísanir, sem
námu 17,000 pundum sterling. Einungis eina ávís-
unina neitaði Rhodes að borga og varð að höfða mál.
En hann var hjatveikur og tók sér þetta nærri. Hann
mundi að öllum líkindum hafa lifað nokkurum árum
lengur, ef hann hefði ekki flækst inn í þessa málsókn
og þann æsing, sem slíku fylgir. Hann varð að
hverfa frá Englandi til Afn'ku. ,,Þið eruð að senda
hann ofan í gröfina, “ sagði dr. Jameson, vinur hans.
Sjóferðin var hin lakasta og fór mjög illa með hann.
Hatin bar vitni í málinu og varpaði sér af öllu afli um
leið inn í pólitisk æsingamál. Alt þetta var kröftum
hans ofvaxið. Hann veiktist og vinir hans gengu ekki
gruflandi að því hver endirinn mundi verða. Klukkan
6 að kveldi hins 26. marsmánaðar lést hann : ,,Svo