Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Síða 58
3°
mættu þeir þeim Sigtryggi Jónassyni, Einari Jónassyni
og John Taylor. Voru þessir Islendingar allir ungir
menn og fjörugir um þessar mundir og fullhugar hinir
mestu, meö hjartaö fult af löngun til aö geta leyst
erindi sitt vel og giftusamlega af hendi. Ljúfmennið
Taylor var eini öldungurinn í förinni og þráði hann
ekki síöur en þeir, að förin yrði happasæl, því hjarta
hans haföi komist viö af neyðarkjörum Islendinga
austur frá, og vildi hann fyrir hvern mun hjálpa þeim
til að koma fótum fyrir sig. Þeir lögðu af stað í júlí-
mánuði 1875 og komu til Winnipeg seint í ágúst. Þá
var ekki eins fljótfarið landshornanna á milli og nú.
Að líkindum hafa þetta verið fyrstu Islending-
arnir, sem til Winnipeg hafa komið, að minsta kosti
svo að sögur hafi farið af.
2. WINNIPEG-BÆR UM 1875 OG LANDNÁM
í NÝJA ÍSLANDI.
Eins og áður er ávikið var Winnipeg þá lítið þorp
og fremur óálitlegt. Þá munu hafa verið taldir hér
um 600 hvítra manna, en töluvert margt af Indíánum
og kynblendingum. Hudson-ftóa félagið gamla og
góðfræga hafði lengi haft hér verslunarstöðvar. Það
átti þá lang-fegurstu og reisulegustu húsin og hafði
verslun bæjarins að lang-mestu leyti í höndum sér.
Hingað og þangað láu Indíánar f tjöldum inni í bænum
og utan við hann. Varir urðu þeir félagar við ófögn-
uð einn mikinn, um leið og þeir komu til bæjarins.
Alt var fult af engisprettum, svo ekki varð fæti niður
stigið fyrir þeim. Var svo hvarvetna í öllu Manitoba
um þetta leyti á sléttlendinu, og stóð mönnum hinn
mesti stuggur af, eins og von var. En ekki höfðu þær
langa viðdvöl. Að tveim vikum liönum voru þær allar
farnar. Mjög virtist þeim félögum landið eyðilegt í
grend við Winnipeg. Mun þeim því hvorki hafa litist
á engispretturnar né sléttlendið lága kring um bæinn,
og þess vegna ekki hugsað til að beina löndum sínum
þangað.