Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Side 72
5°
Þeir sáu, hve langar leiöir þeir voru á undan öllum
Islendingum, sem þeir höíöu heyrt tala. Þeim fanst
það íslenskt ræöuhald, er þeir þektu, vera líkast því
aö heyra stamandi mann og málhaltan vera aö stynja
upp erindi sínu, í samanburði viö annan, sem vel er
ináli farinn og kann að beita öllum reglum listarinnar,
til aö sannfæra aðra og hafa áhrif á hugsun þeirra og
hjarta. Þeir stórfuröuðu sig á því, hve myndarlega
innlendir alþýöumenn gátu komiö fram á mannamót-
um. Þeir töluöu oft og tíðum eins snjalt og þó þeir
heföu ekki annaö haft fyrir stafni frá blautu barns-
'beini, en að halda ræður.
Menn skildu, aö þaö var æfingin ein, sem í þessu
gæti orðiö þeim að liði. A fundum Islendingafélags-
ins fóru menn aö æfa sig í aö tala. Fyrsti árangurinn
var sá, að þar var talað alveg óskaplega mikið. Hver
spreitti sig í kapp viö annan. Menn hugsuðu ekkert
um að láta málalenging standa í nokkurn veginn
réttu hlutfalli viö þýöingu smámála þeirra, sem um var
aö ræöa. En menn töluöu í belg og biðu — spunnu
langar ræður út af litlu efni eða engu, fóru út í alls
konar sálma, sýndu fram á hugsunarflækjur og óskap-
legar kórvillur hjá þeim, sem á undan höföu talað,
urðu stundum eins heitir og þó velferð lands og lýöa
hefði hangið á hinum veika þræðj rökfærslu þeirra,
jafnvel þó hver bláþráðurinn væri þar viö annan.
Öll þessi mælgi og málalenging var í rauninni
sprottin af þeirri lofsveröu löngun, að allir voru dauö-
þyrstir í að veröa mælskir menn. Menn héldu, aö
mælskan væri eins konar töfrasproti eöa Aladdins-
lampi, sem ekki þyrfti nema ofurlitla ásnerting, til aö
komast til frægðar og frama meö í hinum nýja
heimi, og höfðu það álit á sjálfum sér og Islendingum
yfirleitt, að þeir væru eiginlega fæddir mælskumenn.
Til þess nú aö æfa þenna meðfædda hæfileika sinn,
þektu menn ekki aöra aðferð beinari né betri, en að
nota tækifærið sem best, til að ausa úr sér, hve nær