Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Síða 73
5i
sem tækifæri bauðst. Menn hertu sig eins og drengir
aö leik, hver í kapp viö annan.
Og því er ekki að neita, að mönnum fór stór-
kostlega fram. Marga hafði áður brostið einurð til að
segja meining sína í fjölmenni. Einurðarleysið hvarf
eins og næturvofa við uppkomu sólar. Nú hafði hver
maður nógan kjark, til að segja það, er honum bjó í
brjósti, og lét sér ekki til hugar koma að draga neitt
úr. Hér voru allir jafnir; engan var að óttast. Um-
komulaus íslenskur almúgamaður hafði eins mikinn
rétt til að hugsa og láta hugsanir sínar í ljós eins og
nokkur höfðingi. Það var gott að vera kominn til
Vesturheims.
Það var vorloft í kring um menn. Þeir soguðu
það til sín, eins og þeir hefðu aldrei áður þekt það.
Það angaði af gróðri í hugum manna. Um leið og
einhver komst í skilning um eitthvert atriði í lögum,
landsháttum og viðskiftalífi, fléttaði hann það inn í
ræðu sína á næsta fundi. Á þann hátt hjálpaði hver
öðrum. Og á sama hátt var lfka margur misskilning-
urinn leiðréttur.
En ekki var íslendingafélagið nóg til að fullnægja
þessari þrá manna. Brátt risu upp ýms kappræðu-
félög, og svo félag á fætur félagi, þar sem mönnum
gafst tækifæri til að leiða hesta sína saman. Alt fór
þetta friðsamlega fram, af hve miklu kappi sem leik-
urinn var sóttur. Líkast var þetta að mörgu leyti
glímufundum upp til sveita á Islandi. Sá, sem öllum
hafði skelt, var eiginlega í mestum hávegum hafður.
Þó mun hið ólíka í hugsunarhætti manna og lífs-
stefnu fljótt hafa komið fram við þessi ræðuhöld, því
þar var innri maðurinn ekki dulinn. En það verður
ávalt til þess að draga þá hverja að öðrum, sem líkir
eru. Og það er fyrsti vísirinn til flokkamyndunar í
hvaða mannféJagi sem er.
12. FRA KLERKUM.
Fyrsti presturinn íslenski, sem til Winnipeg kom,