Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 81
59
sinni, sem flutt væri vestur, mundi þaö um leiö glataS
og horfiS úr sögunni.
Um þetta leyti var prestur einn innlendur í Wirini-
peg, er Silcox nefndist. Hann fór síðar vestur á
Kyrrahafsströnd og var þar mörg ár, en er nú fyrir nokk-
uru kominn aftur til bæjarins. Hann tilheyrir trúar-
flokki hinna svo-nefndu Congrcgationalista og þjónaði
söfnuði þeirra í Winnipeg. Hann er mælskur maður
í besta lagi, gáfaður og mentaður vel. Hann prédik-
aði um þessar mundir í leikhúsi, sem var yfir markað-
inum. Býsna margir Islendingar gengu þangað og
hlýddu þar helgum tíðum. Dáðust þeir að ræðuin
hans og þóttust mikið á þeim græða. Fáir eða engir
munu hafa gengið inn í söfnuð hans, en enga kirkju
innlendra manna munu Islendingar hafa sótt eins mik-
ið og hans, og prestverk mun hann hafa mörg fyrir þá
unnið.
14. Frá Árna Friðrikssyni.
Maður er nefndur Friðrik Jónsson. Hann var
sonur Jóns Jónssonar frá Snartastöðum í Axarfirði.
Hann bjó á Hóli á Melrakkasléttu á íslandi. Hann
var maður vel gefinn, stiltur í lund, 3'firlætislaus og
hvers manns hugljúfi. Syni átti hann fjóra og hétu
þeir Friðjón, Árni, Olgeir og Friðbjörn. Frá Hóli
fluttist Friðrik að Sjávarlandi í Þistilfirði og þaðan að
Kúðá í sömu sveit. Misti hann þar konu sína og voru
þeir bræður þá ungir. Ári eftir fráfall hennar brá
Friðrik Jónsson búi og varð að láta syni sína frá sér.
Réðst Friðjón að Harðbak á Sléttu, en Árni í vist að
Ytra-Álandi í Þistilfirði. Nokkuru síðar fluttist Frið-
rik Jónsson inn á Akureyri og vann þar að skipasmíð,
en til Ameríku fór hann ekki fyrr en nokkurum árum
síðar. Árni fór inn að Garði í Fnjóskadal til Frið-
geirs Olgeirssonar, frænda síns, og þaðan inn á Akur-
eyri. Það var árið árið 1871. Þar var hann í tvö ár.
En þaðan fluttist hann til Ameríku með Friðjóni, bróð
ur sínum, árið 1873.