Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Síða 84
62
crn). Voru bæirnir St. Thomas og Cavalier báöir aö
keppa um aö fá brautina til sín, og héldu margir, að
Cavalier mundi veröa hlutskarpari. Ætlaði nú Arni
að verða þar fyrir henni og byrja þar verslun um leið
og brautin kæmi, því honum fanst hann bresta þrótt
og heilsu til að stunda akuryrkju. Þar dvaldi hann
eina 4 mánuði, þangað til útséð var um, að brautin
kæmi þangað, því St. Thomas varö hlutskarpari.
Haustið 1882 fór Arni aftur norður til Winnipeg. Hann
haföi ekki auðgast mikið af för sinni suður. En ekki
kom honum til hugar að gefast upp í baráttunni fyrir
það.
Arni Friðriksson er lítill maður vexti, ekki sterk-
ur á heilsu og dálítið fatlaður. Hann kól eitt sinn
heima á Islandi og var þá nærri því orðinn úti, stór-
skemdist á báðum fótum og hefir aldrei náð sér síðan.
En þrátt fyrir það hefir naumast nokkur maður í hópi
Vestur-íslendinga sýnt aðra eins elju og atorku, aðra
eins sparsemi og sjálfsafneitun, annan eins dugnað og
fyrirhyggju og hann. Enda átti það fyrir honum að *
liggja að komast fram úr flestum löndum sínum í efna-
legu tilliti; og marga félagsbyrðina hefir hann borið
sem öðrum mönnum hefði ofætlun verið.
I sambandi við þessa fyrstu verslunarsögu Islend-
inga í Winnipeg má geta þess, að þeir Jón Júlíus
Jónsson frá Akureyri og Árni Sigvaldason seldu 115
sekki hveitimjöls í Nýja íslandi rétt eftir nýár 1878.
Seldu þeir sekkinn á rúmlega 3 dali, meira og minna
eftir gæðum. En stöðuga verzlun hafði enginn Winni-
peg-íslendingur reynt að reka, áður Árni Friðriksson
kom til sögunnar.
15. ENN UM ATVINNU OG VINNUBRÖGÐ.
Þegar fram í sótti, var fjöldi af íslensku kvenfólki
í vistum í Winnipeg. Kaupgjald fór nú hækkandi,
eftir því sem þær lærðu máliö og gátu leyst hússtörf
vel og myndarlega af hendi. Fljött fekk hver íslensk
vinnukona 10 dali um mánuðinn. Ymsar íslenskar