Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Qupperneq 86
64
uð þreytulegan á svipinn. Hefir eitt af skáldum Vest-
ur-Islendinga, Jóhann Magnús Bjarnason, ort út af
því efni,
Seint á vetri 1879 (22. feb.) stendur áminningar-
grein í ,,Framfara“ frá ritstjóranum til Islendinga í
Winnipeg. Er þar tekið fram, að nú sé fjöldi orðinn
af íslensku fólki í Winnipeg. Sumt af því nemi þar
staðar einungis skamma stund, en sumt búi þar að
staðaldri. En að sá orðrómur sé nú farinn að leggjast
á, að margir eyði þar tímanum í iðjuleysi og ómensku
og séu jafnvel kendir við ýmislegt slark, svo sem að
liggja tímum saman á drykkjuhúsum bæjarins. Þeir
vinni ekki nema með höppum og glöppum, en eyði
því, sem þeir hafi unnið sér inn einn sprettinn, með
því að hafast ekkert að tímum saman á eftir. Þessu
er einkum bent til hinna svo-nefndu skálabúa. Eru
íslendingar í Winnipeg hvattir til að bæta ráð sitt í
þessu efni. Það er tekið fram um leið, að íslenskir
unglingspiltar mundu geta fengið sér góðar stöður í
búðum, ef þeirreyndu. Winnipeg muni eiga fyrir hönd-
um að verða nokkuð stór bær og framtíð íslendinga
þar ætti því að geta verið hin besta.
Seinna koma mótmæli gegn þessum ummælum
,,Framfara“ frá nokkurum skálabúum (23. maí).
Segja þeir, að Islendingar í Winnipeg sinni vinnu,
þegar hana sé að fá, og hafi ekki lagst í neina óreglu.
Standa nöfn nokkurra þeirra undir mótmælum þessum
og eru það alt myndarlegir menn, sem ekki munuhafa
legið á liði sínu, né verið við nokkura óreglu kendir,
og þótt sóma sínum hnekt með því að láta ummælum
þessum ómótmælt. Sýnir ritstjórinn fram á, að bend-
ing sín hafi gjörð verið í góðri meiningu.og nokkurt til-
efni muni þó hafa verið til hennar. Hefir það verið
hér sem jafnan, að misjafn er sauður í mörgu fé. Menn
hafa veitt aðgjörðaleysinu og óreglunni eftirtekt, af
því slíkt átti ekki að eiga sér stað, og í bili gleymt hin-
um mörgu, er með öllu móti reyndu að bjarga sérsem
best Enda er bréf birt frá Winnipeg, sem færir sönn-