Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Qupperneq 91
fær Arna. Segist Arni aldrei liafa furöaö sig meir á
nokkuru, því lionum kom ekki til liugar, aö maðurinn
mundi gjöra þetta, þótt hann í hálf-gamni væri syo
djarfur aö kald-hamra þetta viö hann. Sjálfur var
maöur þessi fremur fátækur, þó hú sé hann auöugur
oröinn, og átti fult í fangi meö þaö, sem hann var aö
brjótast í. Síöar varð hann borgarstjóri í Winni-
peg,og sat þá Árni í öldungaráði bæjarins meö honum.
Um sumarið gat Árni borgað honum lánið, og þóttist
þá góður.
Victoria var lítill ( bátur, en með honum fór fjöldi
íslendinga milli Nýja Islands og \N7innipeg. Það var
eins konar viöburður í Winnipeg, þegjir Victoria
kom frá Nýja íslandi, því þá áttu menn von á vinum
og kunningjum og fréttum og sendingum. Það var
líkast því, er póstskipið kemur frá Islandi til Kaup-
mannahafnar.
l8. MORMÓNAR.
Sumarið 1879 voru íslenskir Mormónatrúboðar á
ferðinni og fóru með æsingar miklar bæði niðri í Ný'ja
Islandi og í Winnipeg. Þetta sumar hefir , ,Fram-
fari“ greinar meðferðis urn Mormónavilluna. Var þá
af einhverjum í Winnipeg skorað á síra Jón Bjarna-
son að taka til máls opinberlega gegn þeim. En hann
álítur enga ástæðu til þess, og segist ekki gjöra það,
nema kristileg hyggindi bjóði sér það. Ekki var
laust við, að til væru þeir í Winnipeg, sem íremur
hölluðust að kenningu þeirra, þó ekki yrði þeim mikið
ágengt. En segja má það Winnipeg-íslendingum til
lofs, að þeir veittu yfirleitt villikenning þeirra öfluga
mótspyrnu, svo þeir uröu frá að hverfa viö svo-búið.
1 Nýja íslandi tóku menn sig saman um að leyfa þeim
ekki að prédika í húsum sínum og hlýða ekki á rugl
þeirra. Voru þar samtök um þetta bæði í söfnuðum
síra Jóns Bjarnasonar og síra Páls Þorlákssonar, og í
Winnipeg var þeim hálfgerður aðsúgur gjör, svo þeir
fengu ekki haldist við og engu til leiðar komið. Auk