Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Síða 92
þess, scm Winnipeg-íslendingum var ant um aS aftra
löridum sínnm frá aS lenda út í slíka villu, vissu þeir,
að þaö mundi öllurn þjóöllokki vorum til hinnar mestu
hneisu í augum innlendra ínanna, ef þaö kæmist upp
um þá, aö Mormónavillan heföi marga áhangendur
meöal þeirra.
19. SKEMTANIR.
Snemma var fjörugt meö Islendingum í Winni-
peg, eins og bent hefir verið á hér aö framan. Lítil
tækifæri og fá höföu merin samt til aö stofna til nokk-
urra almennra skemtana fj'rstu árin. Helsta skemt-
anin og besta voru fundahöldin og ræðurnar, sem þeim
voru samfara. Snemma mun unga fólkiö hafa fariö
aö ,, létta sér upp“, eins og það var kallaö, þegar það
kom saman. En mjög óvíöa var nokkurt húsrúm til
þess, þar sem Islendingar bjuggu, því alls staöar var
þröngt. Enda fóru dansarnir vaxandi eftir því sem
Ínisakynni uröu dálítiö rýmri, og voru menn þó ekki
sérlega vandir aö. En þaö var ekki fvrr en nokkuru
seinna, aö menti fóru aö ,,skvetta sér upp“ til muna,
enda vildi þaö þá keyra nokkuð fram úr hófi.
Fyrsta almenna skemtunin, sem sögur fara af, aö
Islendingar hafi stofnaö til í Winnipeg, var ofurlítill
sjónleikur, sem leikitin var á Islendingafélagshúsi í
janúar 1880. Þaö var leikurinn „Sigríöur Eyjafjarö-
arsól“ eftir Ara Jónsson á Þverá í Eyjafiröi. Aöal-
leikendurnir voru Magnús Pálsson, sem um þetta ley*ti
var fvrir fiestum ungum inönnum meö Islendingtim í
Winnipeg og manna mest haföi áhrif á félagslíf þeirra,
og Aldís heitin Laxdal, ekkja Gríms bókbindara Lax-
dal á Akureyri. Flestir Islendingar, sem þess áttu
nokkurn kost, munu hafa komið aö sjá leikinn. Og
meöal áhorfendanna voru þau síra Jón Rjarnason og
kona hans, sem þá voru stödd í Winnipeg, eins og
áöur segir. Þótti riesttnn skemtunin ágæt. Því þó
útbúningur og húsrúm muni hafa veriö fremur í fátæk-
ara lagi, þóttust menn þó veröa varir \iö heilmikla