Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 110
svaraöi ekki, en tók eitt bréírð og læsti í kassanum,
ýtti svo stólnum frá borðinu, stóö upp, gekk til henn-
ar og settist niður. Hann horfði á hana um stund og
segir síðan : ,, Þér eruð sérlega falleg kona og sérlega
einkennileg. * ‘
,,Ekki sýnist mér nú að eg hafi mikið aðdráttar-
afl fyrir stjórnvitringa“, svaraði hún.
,,Eg má fullvissa yður um að það yr þvert á móti,
frú ! Að minsta kosti leyfið þér mér að tala þannig
fyrir einn þeirra“,—og hann tók hönd hennar og
kysti, um leið og hann hneigði sig.'fyrir henni.
Prinsessan brosti til hans aftur, og brosið var
hálfu meir töfrandi nú en áður. Svo sagði hún spyrj-
andi: ,,Þér voruð einu sinni stúdent á St. Sulpice-
prestaskólanum, prins de Talleyrand. “
,,Já, prinsessa. Eins og yður er kunnugt, var
það ekki fyr en eg var orðinn biskup f Autun, að
Mirabeau fyrst spáði um framtíð mína. “
,,Og spádómur hans hefir meir en rætst“, svar-
aði prinsessan. ,,Þér eruð orðinn yfirsmiður að stór-
veldi, ináttarstólpi heillar þjóðar og — hægrihönd
Napoleons sjálfs!“
,,Hægt, hægt, frú!“ svaraði Talleyrand. ,,Lát-
um lítið yfir oss. Gætið þess, að vor heilagi faðir,
PiusVI., bannaði mér sakramentið. Þó eg hafi náð
tímanlegu valdi, þá hefi eg því miður, tapað því
andlega. ‘ ‘
,,Svo þér eruð biskup enn, herra minn! Þér er-
uð enn að kenna oss auðmýkt! Mér fellur vel við
yður sem kennara !“
,,Og mér við yður, frú, — mér við yöur !“
,,Nú eruð þér að narrast að mér !“
,, Nei, prinsessa. Eg dáist að yður í allri ein-
lægni“, og hann kysti fallegu hendina liennar aftur.
I þessu heyrðist trumbusláttur og jódynur á
strætum úti, er sýndi að keisarinn var kominn heim,
— talsvert fyrri en von var á,