Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Page 115
Fern silfurbrúðkaupshjón.
Nítjándi júlí síöastliöinn (1902) var hátíöardagur
mikill í íslendingabygðinni í Argyle í Manitoba. Þá
héldu þar silfurbrúðkaup sitt fern hjón, þau Arni
Sveinsson og Guðrún Helga Jónsdóttir, Skafti Arason
og Anna Guðrún Jóhannsdóttir, Kristján Jónsson og
Arnbjörg Jónsdóttir, og Sigurður Kristófersson og
Caroline Kristófersson (fædd Taylor). Öll höfðu hjón
þessi giftst á árinu 1877, hin fyrstneíndu á Girnli f
Nýja íslandi sama mánaðardaginn sem valinn var nú
fyrir silfurbrúðkaupshátíðina (19. júlí), hjónin tvenn,
sem næst voru nefnd, í Lundi í Víðinesbygð, N. ísh,
degi síðar (20. júlí), en hjónin síðastnefndu nokkrum
vikurn áður við varðlínuna, sem á þeim tfma girti um
Nýja ísland í suðri og sett hafði verið að stjórnarboði
til þess sökum bólusýkinnar þar að varna samgöngum
við það bygðarlag. Hvern mánaðarardag þau Sig-
urður Kristófersson og kona hans giftust hefir ekki
tekist að grafa upp. En sagan segir, að þegar þau
hjón voru saman vígð, þá hafi prestur sá, er hjóna-
vígsluna framkvæmdi, staðið öðrum megin varðlín-
unnar, en brúðhjónin hinum megin.
Silfurbrúðkaupshátíðin var haldin út frá pósthús-
inu á Grund, þar sein þau Sigurður Kristófersson og
kona hans hafa búgarð sinn. í rjóðri einu milli
trjánna þar skamt frá söfnuðust menn saman til ræðu-
halda, en í sainkomuhúsi því, er Skjaldbreiður nefnist,
* þar til annarrar handar, var allsherjar borðhald.
Tala gestanna, sem boðið sóttu, var hátt á fimta
hundraö. Og var skemtun hin besta, enda mjög