Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Blaðsíða 121
,,A fyrstu áruin aldar þeirrar, sein nú er þegar
liöin, var landsfláki sá, erliggur vestur aö Húðsonsfló-
anurn, eins konar leiksviö tveggja voldugra verslunar-
félaga, er nefndu sig Húösonsflóafélagið og Norövest-
ur-grávörufélagiö. Félög þessi höföu sölubúðir við
allar helstu árnar og stööuvötnin urn þvert og endi-
langt landið, og voru tvær af þeim þar sem borgin
Winnipeg nú stendur. Húösonsflóafélagið haföi
byggistöö sína í Douglas-\irki, er stóö á Point Douglas,
nálægt þar sem George-stræti er nú. Norövestur-
grávörufélagiö haföi sitt aðsetur í Gibraltar-\irki, sem
stóö á noröurbakka Assiniboine-árinnar, svo að segja
fast niöur viö, þar sem hún fellur í Rauöá.
Eftir því sem tímar liöu fram varö samkomulagið
milli verslunarstjóra félaganna verra og verra. Sá hét
Miles Macdonald, er var verslunarstjóri Húösonsflóa-
félagsins, og þóttist hann vera rétt kjörinn til valda,
þar sem hann væri nýlendustjóri, skipaöur af Selkirk
lávaröi. Aftur á móti var verslunarstjóri Norövestur-
grávörufélagsins friðdómari í Indíána-héruöunum og
hafði það umboö frá landstjóra Canadá. Árið 1815
var skipaöur nýr nýlendustjóri, og hét sá Robert
Semple. Veturinn 1815—16 var hann meginið á
ferðalagi milli verslunarstaöa Húðsonsflóafélagsins.
Varö bæöi nýlendumönnum og vinnumönnum félagsins
býsna skrafdrjúgt um fjandskapinn, sem á milli félag-
anna var, og gengu ýmsar sögur um þaö, hvað til
bragös mundi veröa tekið.
Hinn 19. júní 1816 fór flokkur manna, hér um bil
sextíu aö tölu, tilheyrandi Norövestur-grávörufélaginu,
noröur sléttuna frá Assiniboine-ánni í náná viö Silfur-
hæöir, og stefndu í norðaustur, vestanvert við hin
núverandi borgartakmþrk, til staöar þess, er Kildonan-
kirkjan nú stendur á. í floknum voru bæöi hvítir menn
og kynblendingar og nokkurir Indíanar. Höföu þeir
nýlega komið meö vistir frá Portage la Prairie handa
skipshöfnum félagsins. Um leið og flokkurinn fór
norður sléttuna, var hann séöur af dreng, er stóð vak^