Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Page 124
\02
1821 var félögunum steypt saman.og nefndist hiö nýja
félag Húösonsflóafélagið.
Fyrir veglyndi greifafrúarinnar af Selkirk var
minnisvarði reistur þar sem orustan var háð, og var
það gert undir umsjón Sögu- og vísindafélagsins í
Manitoba. A sjötugasta og fimta ársdegi bardagans,
hinn 19. júní 1891, var minnisvarðinn afhjúpaður.
Var fjöldi manna þar viöstaddur, þar á meðal margir
afkomendur hinna gömlu Selkirk-landnámsmanna.
Uppvakning neftóbaksnautnarinnar.
Krýningar-árið vakti upp neftóbaksnautn á Eng-
landi. Heldra fólkið þar og eflaust vfðar í hinu
breska ríki, er alvarlega að yfirvega, hvort eigi muni
best, að fylgja hinu konunglega dæmi og fara að taka
í nefið. Dæmi Játvarðar YIL á mestan þáttinn í, að
gera þessa tóbaksnautn aftur að tísku meðal höfðingja
og hirðmanna.
Það er í frásögur haft, að einn hinn dýrmætasti
minjagripur frá hinni nýafstaðinni krýning Játvarðar
konungs, sé neftóbaksdósir, búnar gimsteinum. Sagt
er og, að gullsmiðir Lundúnaborgar hafi mátt vinna
nótt með degi til að fullnægja þörfum stórmenna
Jæirra, er í þessu vildu fara að dæmi kóngs.
Er það einnig hin fyrsta krýningarhátíö, sem nef-
tóbakið á sinn opinbera þátt í, síðan George IV. var
krýndur, en þá nam reikningurinn fyrir neftóbaksdósir,
sem lagður var fram fyrir forsætisráðherrann, átta
þúsundum punda sterlings.
Aðdáun Játvarðar konungs hvað snertir Georg-
aiia, er alkunn, svo hugsanlegt er, að hann æski að
endurnýja á sinni, stjórnartíð ýmsa siði og dýrð hins
forna Englands, í líking viö hætti hins svonefnda
,,neftóbaks-tímabils“ í sögu þess, sem var auðkent