Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1903, Síða 126
10|.
hylja andlitiö og þær geöshræringar, sem þaö birtir,
meöan þeir tækju í nefið. Og fyrir hálfri öld sfðan
þótti ráðgjöfutn naumast sæmandi aö hefja ráöstefnu
án þess að taka fyrst rækilega í nefið. Jafnvel við
hólmgöngu-undirbúning tóku rnenn í nefið, til að
styrkja taugarnar.
Mjög mörg fágæt og afar verðhá tóbaks-ílát eru
til. Skal hér nefna þrjú þeirra:
í New York eru varöveittar dósir, sem Þýska-
landskeisari gaf Kirkland sjóliðsforingja, sem var full-
trúi Bandaríkjanna við vígslu Kiel-skuröarins. Þær
eiga að hafa kostað 5 þúsund dollars.
í þjóðsafninu (Nat. Mus.) í Washington eru
meðal annarra tóbaksdósir úr horni, mjög skrautbúnar
með gulli og gimsteinum. Þær voru vinargjöf til U.
S. Grants, hershöfðingja og forseta.
I Canada eiga heima neftóbaksdósir, sem eru
vafalaust meðal hinna fegurstu og dýrmætustu í heimi,
—dósirnar hans Sir Wilfrids Laurier—, úr rauðagulli
og gimsteinum.þannig settum, að þeir mynda konung-
lega kórúnu og skjaldmerki, ásamt ýmsu öðru skrauti.
Voru þær gefnar Sir Wilfrid af konungsefni Breta,
prinsinum af Wales, og konu hans, á ferð þeirra um
Canada fyrir rúmu ári síðan.
Y MIS L E G T.
Hvað litirnir tákna.
HVÍTT táknar ljós, sakleysi, gleð>, líf, trú og kristilegan
hreinleik, hjá dómara réttdæmi, hjá sjúkum auðmýkt, hjá konum
skírlífi.
RAUTT táknar eld, kærleik guðs og kóngstign. Hvítar og rauð-
ar rósir tákna elsku og hvggindi. Blóðrautt minnir' á starf hjartans
og merkir þvf elsku. — I illri merking er rautt látið tákna helvfska
elsku á hinu illa, hatur, m, fl,