Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Side 29
ALMANAK 1939
29
D. Sampson, búa nálægt Stockton, Man.; 7. Lilja,
gift V. P. Matthews í Winnipeg; 7. Anna, gift hér-
lendum manni, einnig í Winnipeg; 8. Jón Kristján,
giftur Guðrúnu Ingibjörgu Magnúsdóttir Nordal og
konu hans Guðnýju Jakobínu Guðnadóttir. Þeirra
heimili -er að Cypress River, Man.; 9. Pálína, fóst-
urdóttir Jóns B. Jónssonar föðurbróðir síns, bónda
að Kandahar, Sask., og konu hans Stefaníu Sigríðar
Stefánsdóttir Sigurðssonar Guðnasonar frá Ljósa-
vatni. 'Hún er gift hérlendum (Mrs. Loewen) og
býr í Saskatchewan; 10. Hermann Skafti, giftur
Hallfríði Andrésdóttir Helgasonar, stundar hann
landbúnað nálægt Kandahar; 11. Haraldur, ógiftur
bóndi nálægt Stockton, Man.; 12. Carl Bjarni. ógift-
ur Estevan, Sask.; 13. Theódór, ógiftur í Winnipeg.
Dr. Magnús Hjaltason er fæddur í Stranda-
sýslu um 1874. Fluttist hann vestur um haf frá Gils-
stöðum í Steingrímsfirði 1888 með foreldrum sínum
Hjalta Hjaltasyni dáinn 1893 og Margrétu Helga-
dóttir, dáin fyrir nokkrum árum. Dr. Hjaltason var
14 ára þegar hann kom hér til lands, og mátti heita
að hann bjargaði sér sjálfur upp frá því; hann lagði
hönd á margt og fór víða í leit eftir farsæld. Þrátt
fyrir fátækt og erfiðleika ruddi hann sér braut til
menta og útskrifaðist hann frá Manitoba háskólan-
um í maí 1909 í læknisfræði. Hefir hann síðan
stundað lækningar en hefir ekki verið við eina fjöl
feldur. Hann hefir verið á Lundar, Glenboro, Bald-
ur, Stonewall og Winnipeg og víðar. Nú um nokk-
ur undanfarin ár hefir hann verið í Winnipeg. Eitt
sinn eftir hann var orðinn læknir festi hann sér
heimilisréttarland í norður Manitoba nálægt Beaver
Dam Lake og bjó þar um tíma en stundaði jafnframt
lækningar. Dr. Hjaltason er maður all-einkenni-
legur. Hann er frumlegur og ekki steyptur í sama
móti og aðrir menn, hann er ekkert gjarn á að
þræða alfaraleiðir, og skeytir lítt um hirðsiði, og