Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Blaðsíða 32
32 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
kyntist eg fjölda af góðum og gildum íslendingum
og átti eg þar margar gleðistundir sem eg gleymi
aldrei. Eins og áður þá reyndi eg eftir megni að
styrkja félagsskap fsl. í Glenboro með ísl. söng.” —
Ailir sem þektu Jón hér minnast hans með hlýhug.
Jón Hjálmarsson Kristjánssonar í Krossdal í
Þingeyjarsýslu Jónssonar Halldórssonar á Mýri var
merkur bóndi í Argyle-bygð og frumherji þar. —
Hann kom vestur frá Sandvík í Bárðardal 1883, bjó í
Argyle-bygð myndarbúi þar til um 1909; flutti hann
þá til Glenboro og bjó þar nokkur ár, en flutti síðan
til Kandahar og bjó á vegum barna sinnu þar
til hann dó 19. október 1919, 74 ára.
Kona hans var Anna Kristjánsdóttir Sigurðs-
sonar og Kristínar Kristjánsdóttir í Krossdal, var
hún móðursystir séra Haraldar Sigmar og þeirra
systkina. Hún var myndar kona. Dáin 31. ág. 1922.
Jón Hjálmarsson var fríður maður sýnum og
sæmdarmaður í hvívetna. Börn þeirra eru: 1. Pálína
Kristrún, gift Torfa Steinsson sem hér er getið í
öðrum þætti. Hún er dáin; 2. Kristján, nú í Winni-
peg, einnig getið í sérstökum þætti; 3. Björn, sem
lengi var skólaeftirlitsmaður í Sask. (Inspector), nú
í Regina giftur Sigrúnu Tryggvadóttir Friðrikssonar
og konu hans Valgerðar Björnsdóttir Jónssonar frá
Ási í Kelduhverfi; 4. Björg, gift Vilhelm Jónssyni
Árnasonar frá Tungu í Gönguskörðum og seinni
konu hans Guðrúnar Sigurðardóttir. Þau búa í
Edmonton, Alta.
Kristján Jónsson Hjálmarsson, sonur Jóns og
Önnu ólst upp hjá foreldrum sínum í Argyle-bygð-
inni. Á unga aldri vann hann við trésmíðar í Argyle.
1906 gerðist hann verzlunarmaður í Glenboro í fé-
lagi með frændum sínum Kristjáni og Sigurjóni
Sigmar, ráku þeir verzlunina með miklum dugnaði