Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Síða 46
46 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
unarþjónn fyrst, en setti síðan á stofn allstóra
verzlun í félagi með hérlendum manni sem Henzel-
wood hét og ráku með allmiklum krafti þar til
verzlunin brann árið 1905. Flutti hann burtu eftir
það. Var lengi við verzlun í Dauphin, Man., en nú í
allmörg ár hefir hann verið í Winnipeg og eftir sögn
fæst við heildsöluverzlun.
Eftir að Kristján fór héðan giftist hann hér-
lendri konu, eiga þau eitthvað af börnum og eru
þau sögð vel gefin. Hefir einn sonur þeirra fengið
lofsverðann orðstýr við nám við Manitoba háskólann.
Kristján er fremur lítill vexti, snar á fæti, lipur
í framkomu, vel máli farinn og allvel greindur. Hann
mun hafa átt erfitt í æsku en hann hafði fram-
sóknarþrá og barðist af krafti við erfiðleikana, og
honum hefir farnast allvel í lífsbaráttunni
Joseph Jónsson, húsasmiður og fasteignasali, er
lengi átti heima í Winnipeg, er fæddur í Vopnafirði,
og kom hann vestur snemma á tíð. Foreldrar hans
voru Jón Jónsson frá Haugsstöðöum í Vopnafirði og
Aðalbjörg Friðfinnsdóttir frá Haga í sömu sveit.
Hann keypti hveitimylnu hér í Glenboro nokkru
fyrir 1910 en starfrækti hana ekki sjálfur. Mylnan
brann um vorið 1912. Joseph var athafnamaður
mikill, hann keypti stóra bújörð hér í sveitinni ná-
lægt Stockton og bjó þar í nokkur ár og bygði up
jörðina, en seldi hana og flutti til Winnipeg, bjó
hann síðar um nokkur ár nálægt Selkirk. Var hann
um skeið stórefna maður. Hann er dáinn fyrir
mörgum árum. Kona hans var Ásdís Eggertsdóttir
systir Ólafs Eggertssonar leikara. Áttu þau mörg
börn en um nöfn þeirra er mér ekki kunnugt.
Lilja Oliver, ekkja Alberts Jónssonar Ólafsson-
ar er lengi bjó að Brú í Argyle-bygð. Dáinn 4. marz
1929, 67 ára. í Argyle bjuggu þau allan sinn bú-