Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Síða 57
DÝRASÖGUR
eftir gamlan veiðimann
Oft hafa menn spurt mig að hvort hin stærri
skógardýr, svo sem Moose og Elks, gætu ekki verið
hættuleg viðureignar; hafa jafnvel heyrt þess getið,
að stundum yrðu þau manni að bana.
Þessu er fljótt svarað. Flest dýr óttast mann-
inn, ekki sízt þau sem hér er um að ræða, og hugsa
um það eitt að forðast hann sem mest. Auðvitað
getur það komið fyrir að þau snúist til varnar, séu
þau særð, eða að þeim krept, svo þau ekki geti
forðað sér á flóttanum. Það munu raunar allar
skepnur gera, þegar svo stendur á.
Eitt dæmi veit eg þess, að maður var hætt kom-
inn í viðureign við eitt þeirra. Það var í Dauphin,
Man. Þessi maður var á dýraveiðum meðfram Dals-
ánni, sem þar rennur um. Hann skaut á Elk eirin
stóran, sem féll við skotið. Hann hafði miðað á
höfuð dýrsins, og er hann nú sá það liggja alveg
hreyfingarlaust ályktaði hann að það væri sjálfsagt
steindautt og gekk að því alveg óviðbúinn og án
þess að hlaða aftur byssuna. En það vildi nú svo til
að kúlan hafði aðeins strokist við hauskúpuna, nóg
til að dasa það í bráðina. Að öðru leyti var það
ósært; það raknaði nú fljótt úr rotinu, reis á fætur,
og í ofboðinu sem á það kom, réðist það að mannin-
um. Þetta kom honum svo á óvart, að í bráðina