Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Page 61
ALMANAK 1939
61
um sigur, án þess aS stofna sjálfum sér í háska. Það
er hömulegt til þess að hugsa, að þessum manni
skyldi engin hjálp koma, eftir svo fræga vörn. —
Indíánar hafa mesta óhug á þessu svæði og koma
þangað aldrei síðan þetta skeði. Þeir setja úlfa
jafnan í sambandi við illa anda og í ýlfri þeirra þykir
þeim sem kenna megi angistarveins hinna fordæmdu.
Eins og sagt hefir verið, munu flest dýr forðast
manninn. f augum þeirra hlýtur hann að vera hin
ógurlegasta ferlíkan. Þó fyllast þau ekki eins mikl-
um ótta við að sjá hann, eins og þegar mannaþefinn
leggur fyrir vit þeirra, þá fyllast þau dauðans ótta
og skelfing.
“Manna þefur í helli mínum,” sögðu skessurnar,
þegar þær komu heim af veiðum og urðu varar við
að maður var kominn í helli þeirra, þær fussuðu þá
ng létu illa; þær hafa eflaust haft eitthvað hugboð
um að í viðureign við manninn, mundu þær bíða lægra
hlut, eins og rættist að jafnaði. Eins er með dýrin.
Af eðlisávísan sinni skynja þau að maðurinn er þeim
æðri. Af honum eiga þau ills að vænta, og því
hugsa þau um það eitt öðru fremur að forðast hann
og fjarlægjast sem mest.