Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Page 62
SAFN TIL LANDNÁMSSÖGU
ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI.
t
Söguþáttur af landnámi Islendinga
við Brown, Manitoba.
Eftir Jóhannes H. HúnfjörÖ
FRAMHALD FRÁ 1938
Landnemi N.E.J4 S. 20 1-6
Gunnar Einarsson
Gunnar er fæddur í Fjallaseli í Fellum í
Norður-Múlasýslu 20. sept. 1866. Foreldrar hans
voru þau hjónin Einar Jóhannesson bóndi í Fjalla-
seli, Jónssonar frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Móðir
Jóhannesar var Aðalbjörg Árnadóttir Sigurðsson-
ar, móðir Aðalbjargar var Ragnheiður Einars-
dóttir prests á Skinnastað, Jónssonar pr. s.st.
Einarssonar prests er kallaður var galdrameistari.
Móðir Ragnheiðar var Guðrún Björnsdóttir sýslu-
manns á Burstarfelli Péturssonar og Þórunn Bjarna-
dóttir Hildibrandssonar.
Tæpra fimm ára misti Gunnar föður sinn, og
ólst upp með móður sinni eftir það unz þau fluttu
vestur um haf árið 1876 og settust að á Gimli, Man.,
og dvöldu í Nýja-íslandi þar til 1880 að þau fluttu
til Eyford, N. Dak. Hafði móðir G. gifst aftur i
Nýja-ísl., Job Sigurðarsyni, dvaldi Gunnar hjá þeim
eftir að suður kom um hríð. Árið 1886 gekk
Gunnar að eiga Guðrúnu Jóhönnu Jónsdóttur Jóns-
sonar, og Guðnýjar Sigurðardóttir (systur Sigurðar
skálds fsfeld). Keypti G. land í grend við Garðar,