Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Síða 65
ALMANAK 1939
65
og þar tók ól. með heimilisrétti 40 ekrur af landi og
bjó þar til vorið 1900 að þau fluttu hingað og settust
að á ofangreindu landi. Hafði það verið tekið með
heimilisrétti árið áður af Guðjóni Halldórssyni, er
seldi Ól. verkin og réttinn á landinu og flutti burtu.
Þar bjó Ól. til dauðadags; hann dó 1916.
Nokkru áður hafði Helgi sonur þeirra tekið við
búsforráðum með móður sinni þar til hann giftist.
En eftir það flutti gamla konan til Sigurlínu dóttur
sinnar og dvelur þar síðan og er jafnan hress í anda
þótt ekki sé hún eins sporlétt sem fyrrum.
Þau Ól. og Júlíana komu hingað með tvær
hendur tómar og barnahóp stóran en komust samt
allvel áfram hér, enda lágu þau aldrei á liði sínu og
jafnan skemtileg heim að sækja; friður og nægju-
semi virtist vera einkunnarorðið á skildi þeirra.
Tíu börn eignuðust þau, sem voru:
1. Helgi (áður nefndur) giftist konu af þýzkum
ættum, Louise Dach að nafni, bjuggu þau sem
fyr segir á gamla bústað foreldra sinna og mun
Helgi hafa keypt land af Jakob J. Líndal, mági
sínum, nokkru áður en faðir hans dó. Húsaði
Helgi upp bústað sinn, bygði stórt fjós og
stækkaði húsið, en hans naut ekki lengi við.
Hann andaðist í nóv. 1925. Var hann vel kynt-
ur maður og tók allmikinn þátt í félagslífi
bygðarinnar. Ekkja hans leigir nú bróðir sín-
um löndin og stundar sjálf barnakenslu. Þau
eignuðust tvær dætur sem nú eru nær fulltíða.
2. Jóhanna Ingibjörg, giftist 1909 Gunnari Líndal
í grend við Mozart, Sask., (hann dó 1933), hún
dó árið 1910.
3. Guðný Elísabet, giftist Páli Tómassyni (sjá
þátt Páls hér að framan).
4. Þórunn Guðlaug, giftist 6. apríl 1906, Jakob J.
Líndal, til heimilis að Sylvan, Man., (sjá þátt
Jak. Líndal síðar.).