Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Page 67
ALMANAK 1939
67
Þverárdal í Laxárdal og þaðan er Laxdals nafnið
upprunnið.
Jón flutti með foreldrum sínum til Ameríku
árið 1888. Komu þau til Winnipeg 4. sept. Fór
Jón þá í fyrsta sinni frá
foreldrum sínum í vist 20
mílur suður í land og
vann þar hjá innlendum
bónda í sex mánuði. Það-
an fór Jón til Garðar, N.
Dak., til foreldra sinna
er þangað voru þá flutt
ásamt systkinum hans.
Vann Jón þar á ýmsum
stöðum þar til árið 1899
að hann flutti í þessa
bygð; hafði tekið ofan-
greint land árið áður,
sem fyr segir. Jón var
á þeim árum einhleypur Jón s- Laxdai
og bjó því ekki að stað-
aldri á landinu. Annað land keypti Jón í félagi við
Pál Tómasson (sem getur annarsst.) og unnu þeir
það í félagi. Eftir fárra ára veru hér, seldi Jón
löndin og flutti til Vatnabygða, þar giftist hann
veturinn 1906, Rut Jónsdóttir bónda í Köldukinn á
Ásum í Húnavatnssýslu; og bjuggu þau Jón og Rut
í grend við Elfros, Sask., í 18 ár. Nú býr Jón í
National City, Cal., með börnum sínum. (Misti konu
sína fyrir nokkrum árum).
Snorri Jónsson
Keypti S.A. (4 S. 33, 1-6
Snorri er fæddur um 1866 á Moldhaugum í
Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru Jón Snorra-
son og Guðbjörg kona hans (um ætt hennar er þeim
sem þetta ritar ókunnugt). Með foreldrum sínum