Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Page 71
ALMANAK 1939
71
Johannes Halldórsson Húnfjörð
Jóhannes er fæddur
í Stóradal í Húnavatns-
sýslu 10. maí árið 1884.
— Foreldrar hans voru
hjónin Halldór Sæmunds-
son, Halldórssonar, Sæ-
mundssonar frá Ausu í
Andakýl í Borgarfjarð-
arsýslu. (Mun Halldór
eldri hafa flutt norður í
Húnavatnssýslu á r i ð
1841 ásamt Sæmundi
syni sínum, þá 17 ára að
aldri). Móðir Halldórs
yngra var Ingiríður Jó-
hannesdóttir bónda á
Mörk á Laxárdal í Húna-
Jóhannes H. Húnfjörð
vatnssýslu, Þorleifssonar bónda s.s. á árunum 1794-
1819, Þorleifsson. Móðir Jóhannesar Þorleifssonar
var Ingibjörg Jónsdóttir frá Skriðulandi í Kolbeins-
dal í Skagafjarðarsýslu, af hinni velkunnu Ásgeirs-
brekku ætt. Og fyrri kona Halldórs, Guðrún Illuga-
dóttir Hreggviðssonar skálds Eiríkssonar, er lengi
bjó á Kaldrana á Skaga og síðast í Hafnabúðum og
dó þar 8. febr. 1880. Móðir Guðrúnar var Soffía
Pálsdóttir náskyld Jóni skáldi Árnasyni á Víðimýri.
Þegar Jáhannes fæddist voru foreldrar hans vinnu-
hjú hjá Jóni Pálmasyni stórbónda í Stóradal, er
ekki vildi hafa hvítvoðung til að tefja fyrir vinnu-
konum sínum, varð því J. að fara í fóstur norður í
Refasveit að Efri-Lækjardal (7 vikna gamall) til
hjónanna Bjarna Einarssonar Bjarnasonar og konu
hans, Hólmfríðar Guðmundsdóttur. Eftir tveggja
ára bil kom hann aftur til foreldra sinna, er þá voru
í húsmensku á Geithömrum í Svínadal og dvaldi þar
í tvö ár. Næst fóru þau að Gafli í sömu sveit, og
voru þar tvö ár. Næst, eitt ár í Auðkúluseli á Slétt-
árdal, þaðan fluttu þau að Másfelli í Svínadal og