Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Qupperneq 80
80 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
Eftir lát hans hefir ekkjan búið með börnum
sínum á landinu og farnast vel. Þau hjón bæði
voru vel kynt. Páll æfinlega sí spaugandi þó oft
væri þröngt í búi á fyrstu árunum, þar eð ómegðin
var stór en þau komu hingað með tvær hendur tóm-
ar, samt komst alt af, enda var samlyndi og sátt á
heimilinu og þar sem iðni og sparsemi líka haldast í
hendur, sigrast flestar þrautir, sem átti sér stað í
ríkum mæli hjá þeim.
Börn þeirra voru: 1. Ólína Gróa, gift 1910
manni að nafni Arthur Ford af írskum ættum, þau
áttu einn son. Hún dó 1912; 2. Pálína Ágústa, dó
1889 á fyrsta ári; 3. Margrét, fædd 1891, gift Jóni
M. Gíslasyni (getið hér fyrir framan) ; 4. Sigurgeir
Valdimar, ókvæntur, býr með móður sinni; 5. Gústaf
Edvard, fæddur 1894, giftur Ástu Sigurlínu Ólafs-
dóttir Kristjánssonar (getið í þætti Ólafs Kristjáns-
sonar) ; 6. Sigurbjörg Jóhanna Kristín, fædd 1896,
gift Valdimar Jóhannesi Ólafssyni (getið síðar) ; 7.
Óli Lúðvík, fæddur 1898, býr með móður sinni (en
hefir keypt S.A. !/> af 4) ; 8. Valgerður, fædd 1900,
(útlærð Ihjúkrunarkona) gift 23. júní 1935 manni af
norskum ættum, búsett í Williston, N. Dak.; 9.
Kristján Albert, fæddur 1903, dáinn 1917; 10. Vil-
hjálmur Teódór, fæddur 1905, dáinn 1930.
Landnemi N.A. VA S. 36, 1-6
Magnús Þorsteinsson
Magnús var fæddur í Gilhaga í Skagafjarðar-
sýslu 10. janúar 1839; var hann albróðir Sæunnar
Gíslason (sjá þátt Sæunnar). Ólst hann upp með
foreldrum sínum til fullorðins ára.
Sjöunda júlí 1869 gekk hann að eiga frændkonu
sína Oddnýju Þorsteinsdóttur frá Silfrastöðum.
Reistu þau bú í Gilhaga og bjuggu þar unz þau
fluttu til Vesturheims árið 1886, og settust að í
grend við Hallson, N. Dak. Þar dvöldu þau unz
þau árið 1902 settust að á ofangreindu landi (er
M. hafði tekið með h.rétti) og bjuggu þau þar til