Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Síða 88
38 ÖLAFUR S. THORGEIRSSON:
IX. þáttur — Siglunes, P. 0.
Ásmundur M. Freeman, er fæddur á Ferstiklu
í Borgarfjarðarsýslu 7. okt. 1877. Faðir hans var
Magnús Freeman Ólafsson, frá Vatnshlíð í Skaga-
firði, en móðir Ásmundar var Helga Jónsdóttir frá
Ferstiklu. Er þeirra getið sem landnema i þætti
Álftvetninga 1910.
Ásmundur ólst upp hjá foreldrum sínum og
fluttist með þeim vestur um haf 1888. Með þeim
fluttist hann norður í Narrows-bygð 1893 og stað-
næmdist þar, en faðir hans flutti suður til Lundar
og nam þar land.
Ásmundur kvæntist 1901, Láru Lárusdóttur
prests í ölvesi. Reistu þau bú á S.W. af 22-25-9.
En þau skildu samvistum eftir fá ár. Nam hún
síðan landið, og bjó þar mörg ár, þar til hún seldi
landið Sigurði Sigurðssyni, sem áður er getið í
þáttum þessum. Fluttist hún þá til Gimli, og býr
þar með syni þeirra Ásmundar sem Lárus heitir.
Þegar þau hjónin skildu flutti Ásmundur vestur
yfir Manitoba-vatn, og nam þar land og bjó þar í
19 ár. Þá seldi hann land sitt og flutti suður á
Siglunes, og keypti þar landeign og byggingar af
Birni Mathews. Er það austur hluti af 23-22-10 og
N.E. af 24-22-10. Auk þess hefir hann keypt tvö
önnur lönd, og hefir stórt gripabú.
Síðari kona Ásmundar er Gíslína Sigurðardóttir
Ingólfssonar, en móðir hennar er Óvída Gísladóttir
er síðar giftist Kristni Goodman, og fluttu þau
vestur að hafi. Báðar ættir Gíslínu munu vera úr
Eyjafirði. Börn þeirra Ásm. og Gíslínu eru: Adolf,
ólafur, Sigurður, Grettir, Ása Gíslína, Ágúst og
Helgi. — Ásmundur er starfsmaður mikill, svo hann
á fáa sína líka. Hann var mjög gefinn fyrir fiski-
veiðar og siglingar í æsku, og varð formaður á fiski-
bát á Manitoba-vatni fyrir innan tvítugt. Þótti
gætnum mönnum þær ferðir hans löngum glæfra-