Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Page 99
ALMANAK 1939
99
60 ára afmæli Hins fyrsta lúterska safnaðar
ísl. í Winnipeg minst með veglegum hátíðarhöldum.
María Fjeldsted Green lauk fullnaðarprófi í
lögum í Californía ríki, U. S. A.
Laura Goodman-Salverson hlaut mentaverð-
laun ríkisstjórans í Canada, ásamt tveim öðrum.
Verðlaun þessi fékk hún fyrir skáldsögu sína: “The
Dark Weaver”. Sömuleiðis var hún kjörin heiðurs-
félagi í French Academy of Arts.
Walter J. Líndal, K.C., endurkosinn forseti
Liberal samtaka í Manitoba.
Mrs. W. J. Líndal skipuð í nefnd atvinnuleysis-
mála í Canada. Hún er sömuleiðis kosin forseti
Canadiska klúbbsins.
Dr. Hermann Marteinsson er skipaður Fellow of
the Royal College of Surgeons í London á Englandi.
Hann er sonur séra Rúnólfs Marteinssonar forstöðu-
manns Jóns Bjarnasonar skóla og konu hans Ing-
unnar Sigurgeirsdóttur Bardal.
Ungfrú Sigrún Ólafsson, dóttir séra Kristinns
Ólafssonar og seinni konu hans Friðriku Sigurgeirs-
dóttur, ávinnur sér mikinn orðstír við háskólann í
Seattle, Wash.
Norðmenn í Grand Forks, N. D., heiðra dr.
Richard Beck á afmæli hans.
Þ. Þ. Þorsteinsson fær 1200 króna skáldastyrk.
Er það í fyrsta sinn sem Alþingi íslands hefir heiðr-
að Vestur-íslending á þann hátt.
Góður gestur
Jónas alþm. Jónsson kom hingað vestur í júlí.
Dvaldi hann hér í 3 mánuði og ferðaðist um allar
bygðir íslendinga í Vesturheimi og flutti fyrirlestra.
Komu hans og* dvöl hér fagnað af öllum fslendingum.