Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1939, Síða 102
102 ÓLAFUR S. THORGEIRSSON:
24. Steinunn Guðrún Grímsson, að Heimili móður sinnar í
Milton, N. D. Hún var dóttir Snæbjarnar sál. Grims-
sonar bróður Guðmundar Grímssonar dómara. Fædd
að Milton, N. D., 19. marz 1900.
28. Soffía Sveinbjörnsdóttir, kona Ketils Valgarðssonar, að
heimili sínu, Gimli, Man. Hún var fædd að Saut'um í
Laxárdal í Dalasýslu 10. marz 1857. Kom hingað
vestur 1886 og giftist hér ári seinna.
31. Marteinn Davíðsson að sjúkrahúsinu í Grafton, N. D.
Hafði ofkælst og uppgefist við keyrslu á bíl, sem bilað
hafði. Gekk að lokum frá bílnum áleiðis til bæjar en
kól á leiðinni. Fæddur í Upham, N. D., 25. júní 1916.
Foreldrar: William M. Davidson og fyrri kona hans
Svava.
FEBRtíAR 1938
3. Stefán (Guðmundsson) Anderson að Gladstone, Man.
84 ára að aldri. Fæddur á Steinsstöðum i Skagafirði.
Flutti vestur árið 1876. Giftist árið 1885 Oddnýju
Sigfúsdáttur, nú 86 ára.
5. Ingunn Jónsdóttir, að heimili dóttur sinnar i Winnipeg.
Fædd 20. nóv. 1855 á Ólafsvöllum í Kálfatjamarsókn.
Foreldrar: Jón Gunnlaugss-on og kona hans Rósa As-
grimsdóttir. Arið 1901 flutti hún hingað vestur ásamt
manni sínum Guðmundi Benediktssyni, húsasmið frá
Hamrakoti í Húnavatnss
5. Sigurður Thorsteinsson, að Grace spítalanum í Wpg.
53 ára að aldri, húsmálari að iðn. Gifitur Halldóru
ölafsson, systur séra Sveinbjarnar og Benedikts Ölafs-
sonar.
5. Indíana Halldórsdóttir Carrelli í Vancouver, B. C.
Foreldrar: Halldór Jónsson frá Miðvatni í Skagafirði
og Ingibjörg Jónatansdóttir, kona hans, frá Minni-
Arskógi á Arskógsströnd í Eyjafirði. Fluttist vestur
með foreldrum sínum árið 1876, þá 5 ára gömul. Maður
hennar, John Carrelli var af ítölskum ættum.
6. Guðmundur Bjarni Jónsson, að heimili dóttur sinnar,
Mrs. John I. Hjáimarsson í Dauphin, Man. Fæddur
1853 að Gafli í Húnavatnss. Kom vestur 1887.
10. Víglundur Johnson, að heimili síru á Gimli, Man., 71
árs. Ættaður úr Lambadal í Dýrafirði i Isafjarðar-
sýslu. Kom að heiman 1887.
11. Sesselja Þorvaldsdóttir Guðmundsson, að heimili Mr.
og Mrs. Harry Davidson að Oakview, Man. Fædd á
Brennustöðum í Borgarfjarðarhreppi 13. júní 1861.
Flutti vestur um aldamótin.