Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 5

Dýravinurinn - 01.01.1905, Side 5
Um farfuglana. 9 nóvemberheftið af allsherjartímaritinu nL’Eiwropéeim reit Björnstjerne Björnson ávarp til hinnar frönsku þjóðar um — farfuglana! Útdrátt- ur úr ávarpi þessu er á þessa leið: »Að þessu sinni sný eg mér — eg þori að segja í nafni margra millíóna manna—til hinnar veglyndu frönsku þjóðar með þá bón, að hún hlífi litlu smáfuglumim okkar Norðurlandabúa á ferðum þeirra suður og norður. Hlifið þessum vinum vorum, sem tína illyrmið úr ekrum vorum, görðum og skógum, er færa oss sumarkveðjuna sunnan að, fylla fjalldali vora söng sínum á sumrin og eru yndi barna vorra og unglinga! Heimilislíf þessara gesta vorra undir þakbrúninni, í garðholum og trjám kennir börnum vorum að skilja búshagi náttúrunnar, laðar meðaumkunina og meðgleðina fram í hjörtum þeirra og' vekur ímyndunaraíl þeirra, svo að það ber þau suður yflr á haustin með fyrstu farfuglunum. Pessir létttleygu, sönghreyfu gestir vorir úr sólauðgum löndum eru sumargleði vor Hlííið þessum vorboðum, skemmið ekki sumargleði vora, myrðið þá ekki á göngu sinni, þvi þá koma þeir aldrei aftur. Arður yðar af fuglatekju þessari er smár, en mikils i mist fyrir oss, ef söngfuglinn hverfur úr sum- arsögu vorri. Ekki drepum vér söngfuglana litlu. Fyrir löngu hafa börn vor bund- ist samtökum um, að varðveita söngfuglana og hreiður þeirra og lola þeim að eyða illyrminu í náðum. En það er þó minst um vert, þó þeir útrými því; iiitt er meira í varið, að fuglaverndin venur börn vor af grimdinni og gerir þau að vinum og verndurum smáfuglanna. Vjer venjum þauafveiði- hvötum þeirra og breytum ránfíkn þeirra í eðallyndi; vér kennum þeim lotningu fyrir líti og hamingju allra lilandi skepna í riki náttúrunnar. Þann- ig teygjum vér fram i hjörtum þeirra tiltinning þá, er að síðustu getur borið alt lifandi fyrir brjósti sér og fundið lil með öllum Jijóðum. Svo byrjum vér og svo verðum vjer að byrja þegar i uppeldinu, efmannúðiná að þrosk- ast í heiminum og verða að valdi, er má sín meira en öll morðvopn veraldar. 1

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.