Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 5
Sú er ósk vor fyrst og fremst öllum þeim, er
þetta rit sjá eða heyra.
Gleðilegra jóla, í orðsins æðsla og dýpsta skiln-
ingi, óskum vér af alhuga hverri einustu manns-sál.
Pessa ósk höfum vér heyrt á hvers manns vör-
um þessa helgu stund: fæðingarhátíð frelsara vors,
— frá því vér vorum lítil börn og máttum manna-
mál skilja.
Og ævinlega hefur hún fundið ómgrunn í sálum
vorum, vakið samklið hjartastrengjanna, er hugur
mælti lnig.
En nú er hún ef til vill frekar en nokkru sinni
áður þrungin heilagri, innilegri alvöru.
Sál orðanna er aldrei ósnortin af áhrifum tímans.
Atvikin dýpka, þyngja, skyggja, lýsa, ljetta og
hækka innri merkingu þeirra eftir því sem á
stendur, er þau ern töluð og rituð.
3