Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 8

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 8
rústir efnishyggjunnar og ryöja þeim burt, »veg allrar veraldar« sem kallað er. Vorleysing andlegs áhuga er aö komast í al- gleyming í sálum ýmissa viturra stórmenna heims- ins, — eilífðarmálin eru að setjast í öndvegi, þar sem áður var ýmist efnisdýrkunin ein, efaspekin eða alvörulaus og athugalítil vantrú og hleypi- dómar. Enginn laki ummæli vor svo, að vér teljum ófriðinn bera vott um »gjaldþrot kristindómsins«, né markleysu hinna dýpstn sameiginlegu grund- vallaratriða trúarbragðanna yfirleitt. Pótt efnishyggjan hafi í svipinn orðið trúar- og siðfræðiáhrifum kristindómsins yfirsterkari á yfir- borðinn, þykjumst vér óhælt mega treysta því, að úr þessu veraldarbáli beri þjóðirnar gull kristin- dómsins skírra og skærra en áður, — kjarninn haldi sér, þótt hýðið brenni. Og svipað mun verða um önnur göfug trúarbrögð mannkynsins. 011 trúarbrögð eiga sameiginleg, eilíf sannindi. Þeim vinnur ekkert á. Og þau standast hverja eldraun. Pví að þau eru frá Guði. — Vér, meðlimir »bræðralagsins: Stjarnan í austri«, væntum komu mannkynsleiðtogans mikla. Allir viðurkenna þörfina á komu einhvers leið-

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.