Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Blaðsíða 9
toga, er skipi málum þjóðanna lil varanlcgs friðar,
varanlegrar farsældar.
Og svo mikilvæg tímamót virðast nú í vændum,
að vér höfum ástæðu til að vænta hans — frá
sögulegu sjónarmiði séð.
— Helgar hátíðastundir eru einkar vel fallnar
til sameiginlegrar íhugunar, sameiginlegrar bænar.
Máttur hugsana og hjartans bæna er mikill.
Notum þessa jólahátíð, viuir mínir, til þess að
tengja í óeigingjarni samúð sál við sál, hugsun við
hugsun. Pví íleiri strengir sem saman eru stiltir,
því sterkari verður samkliðurinn. I3ví fleiri sem
sameina sálir sínar í einni hugsun á sama tíma,
þvi máttugri verður hún.
Pess vegna biðjum vér alla þá, eldri og yngri,
er þessi orð vor lesa eða heyra, að snúa sér í
alvarlegri íhugun og innilegri bæn til guös um
komu mannkynsleiðtogans, — friðarhöfð-
ingjans, er semur varanlegan frið á jörðu.
Flestir munu vaka við jólaljósin að fornri venju
fram yfir miðnættið hina helgu nótt, og viljum vér
því óska þess, að þessi stutta, sameiginlega íhug-
unar- og bænastund vor allra mætti byrja þegar
k 1 u k k a n s 1 æ r 12 n ó 11 i n a h e 1 g u.
Og bjóðum svo í guðs nafni hver öðrum:
GLEÐILEG JÓL!
Guðm. Guðmundsson.
7