Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Side 13
Bræðralagið1 „Stjarnan i austri'1.
Hin ytri og innri starfsemi þess
eftir prófessor E. A. Wodehouse, M. A.
Forseti Guðspekisfélagsins, Mrs. Annie Besant, skýrði fyrst
frá því i júlíhefti tímaritsins »The Theosophist«, árið 1911,
að verið væri að koma á fót alþjóðabræðralagi, sem ætti
sérstaklega að greiða veg andlegum leiðtoga, er kæmi til
jarðarinnar áður langt um liði. Síðan hafa komið spurn-
ingar úr ýmsum áttum viðvikjandi bræðralagi þessu og
slarfsemi þess. Vér álítum því æskilegt að gera hér i stuttu
máli grein fyrir félagsstarfi voru, svo að öllum þeim mönn-
um, sem leikur hugur á að fræðast um bræðralagið, gefist
kostur á því að kynna sér stefnu þess og starfsemi. Sömu-
leiðis ætti eftirfarandi upplýsingar að geta komið þeim að
notum, sem sækja um upptöku í félagið. Auk þess ættu þær
einnig að geta komið í veg fyrir ýmsan misskilning, sem
bólað hefur á hjá einstöku mönnum. Vér viljum og birta
1 Pað skal tekið fram, til þess að koma i veg fyrir misskilning, að
orðið »bræðralag« er notað hér í liinni andlegu merkingu sinni yfir
enska orðið Order, þ. e. »regla«, sem bæði karlar og konur eru í.
Pýð.
11