Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Qupperneq 14
hér eftirfarandi kafla úr ritgerð verndara félagsins, Mrs. Annie
Besant, er hún birti í júlihefti ritsins »The Theosophist«.
»Bræðralagið er stofnað í þeim tilgangi að safna þeim
mönnum, körlum og konum, saman — hvort sem þeir eru
í Guðspekisfélaginu eða ekki, — sem bera þá von i brjósti,
að andlegur leiðtogi muni rísa upp áður langt um líður til
hjálpar mannkyninu. Og vér gerum oss í hugarlund, að
bræðralagi þessu muni takast að starfa út á við, — þ. e. búa
þjóðirnar undir komu hans, með því að glæða með þeirn
lotningarkenda eftirvæntingu, og inn .á við,— þ. e. félagsmönn-
um vorum ætli að takasl að gera sig hæfa til þess að þjóna
honum. Grundvallarreglur bræðralagsins eru sex og inn-
göngu í félagið getur hver maður fengið, sem heitir því að
kosta kapps um að lifa samkvæmt þeim. Reglurnar eru
þessar:
1) Vér trúum því, að innan skamms muni leiðtogi mikill
koma í ljós í heiminum og vér viljum leggja stund á að
lifa þannig, að vér verðum þess verðir að þekkja hann,
þegar hann kemur.
2) Vér viljum þess vegna reyna að hafa hann alt af í
huga og kappkosla eftir mætti, að vinna öll dagleg störf vor
i nafni hans.
3) Vér viljum kosta kapps um, að svo miklu leyti sem
dagleg skyldustörf leyfa oss, að helga jafnan stund úr degi
einhverju ákveðnu starfi, er hjálpi til að búa undir komu
hans.
4) Vér viljum keppa að því að gera auðsveipni, slöðiuj-
hjndi og mildi að helztu lundareinkennum vorum í daglegu
lifi voru.
5) Vér viljum reyna að byrja og enda sérhvern dag með
12