Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 25

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 25
eins og gefur að skilja lang skjuisamlegast að gera ráð fyrir, að hinn andlegi fræðari, sem vér væntum, muni verða líkur fyrirrennurum sínum, I3ar af leiðandi verður hann ef til vill alveg gagnólíkur hinum hreytilegu hugmyndum, sem oss er tamast að gera oss um andlega afhurðamenn. Þessari skoðun verður bræðralag vort að halda sí og æ á lofli, án þess að þreytast. Það verður að brýna fyrir mönnum að gæta heilbrigðrar skynsemi í þessum efnum: að vænta þess, sem mestar likur eru til að verði, að draga rökréttar ályktanir af þvi, sem vér vitum um fortíðarleiðtoga og um hið andlega líf yfirleitt á öllum öldum. Og lakist oss þetta að miklu leyti, þessi fáu ár, sem vér höfum til undir- búningsstarfsins, þá hefur bræðralag vort int hlutverk sitt vel af hendi, enda verður þá ekki mikið að óttast. Munum, að það er í stuttu máli þelta tvent, sem félag vort á að vinna að: að fá menn til þess að ldýða á kenningar leiðtog- ans hleypidómalaust og skoða hann frá sjónarmiði lieil- brigðrar skynsemi. Iin eitt er nauðsynlegt lil þess að starfsemi vor verði eins og hún á að vera, og það er: að andlegt samræmi verði á milli vor og hins mikla leiðtoga, sem vér væntum. En þetla andlega samræmi getur ekki átt að eins rót sína að rekja til þess, að oss finst að eins skynsamlegasl að vænta komn leiðtogans, heldur verður það að grundvallast, að svo miklu leyti sem unt er, á lundareinkennum vorum. Því til þess að gela rutt honum braut út á við, verðum vér að kosta engu siður kapps um að ryðja honum hraul inn á við, það er að segja: að gera oss hæfa til þess að lifa eftir kenningum hans. Það er sem sé ekki nóg að fá að vita hverir hinir nauðsynlegu eðliskostir eru, — vér verðum að fá innrætt oss þá. Bræðralag vort ætti þessi fáu undirbúningsár að fá vanið

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.