Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 27

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 27
hneigjast þegar í stað að hinu andlega eðli, þar sem það birtist oss á hæsta stigi, því að vér flnnum þá, að með oss og því er andlegur skyldleiki. Og vér verðnm að hafa það jafnan hugfast, að hið guðdómlega leggur ekki jarðneskan mælikvarða á hlutina. Hið guðdómlega eðli vegur ekki á vogarskál mannanna. Vér dáumst oft og einalt að miklurn gáfum og sterku tilfinningalífi og sækjumst eflir auð og upphefð. En hinn andlega þroskaði maður er mildur og auðmjúkur, hógvær og lílillátur. Hvernig æltuð þér, sem eruð alt af reiðubúnir til þess að verja yður gegn óverð- skulduðum árásum, til þess að sýna og sanna, að þér hafið á réltu að slanda, en andstæðingar yðar á röngu, og alt af við því búnir að gjalda ilt með illu og álítið það heigulshátt að liða fremur en slríða — hvernig ællnð þér að kunna að meta hina guðdómlegu ró og tign, sem kom honum, mann- kynsleiðtoganum, til þess að andmæla ekki einu orði frammi fyrir dómaranum, er hann var ákærður? Ef þér heyrið einhvern borinn þungum sakargiftum, án þess að hann reyni til þess að bera af sér óhróður manna, þá segið þér, að hann ldjóti að vera sekur, því að öðrum kosti mundi hann höfða meiðyrðamál eða gripa til annara ráða. En það á ekki við hið andlega líf. Hinir andlegu leið- togar mannkynsins hirða ekki um að rétta hlut sinn eða liefna sín, þólt þeir verði fyrir óverðskuiduðum árásum. Þeir hæða ekki þótt þeir séu hæddir né hafa hótanir í frammi, heldur gefa sig á vald þess, sem réttvíslega dæmir. Þar í liggja leyndardómar hins andlega lífs. Allsherjarlögmál tilverunnar ganga aldrei úr gildi og þau eru bæði kærleiks- rik og réttlát. Þér þurfið því ekki að hefna yðnr sjáltir, þólt þér verðið fyrir ómaklegum árásum. Allsherjarlögmál tilvcr- unnar fá réll hluta yðar. Enginn getur í raun og veru

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.