Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Side 68
þau halda öll fram liinum sömu siðferðis- eða lífernisreglum.
Ef vér færum til Brahmaprests og bæðum hann að leggja oss
hina æðstu lífsreglu, sem trú lians ælti til í eigu sinni, mundi
liann segja: »Gerðu ekki öðrum það, sem þér sjálfum kæmi
ekki vel« (Yajnavalkya Smrti III, 65). Og ef vér kæmum til
Búddhatrúarmunksins i sömu erindagerðum, mundi liann
segja við oss: »Særið ekki aðra með því, sem gæli þjáð sjálfa
yður« (Udanavarga VI, 31). Og fylgismaður meistarans frá
Nazaret mundi segja: »Eins og þér viljið að mennirnir breyli
við yður, eins skuluð þér og breyla við þá« (Lúk. 6, 31). Og
hann sem kallar sig liinn rétltrúaða son spámannsins, mundi
vilja fræða oss á því, að »enginn maður er sanntrúaður, nema
því að eins að hann æski bróður sínum hins sama, sem liann
æskir sjálfum sér« (Bæður Múhameds II.).
Silt hvoru megin. — í sólkerfi voru eru þau liimintungl til,
sem liafa »bundna hreyfingu«, sem kallað er, það er að segja
þau líða umhverfis móðurhnöllinn, sólina, án þess sjálf að
snúast og snýr því all af hið sama livel þeirra að sólu. Þar af
leiðandi verður ævarandi dagur öðru megin á þeim, en liinu
megin nólt, sem aldrei tekur enda, unz þau líða undir lok.
Það mætti líkja sannleikanum við sólina og hinum ýmsu
trúarbrögðum við jarðstjörnur mcð »bundna hreyfingu«, sem
líða umliverfis hann. Sannleikssólin steypir geislaílóði yfir þau,
en lienni tekst ekki að skína á þau, nema öðru megin. Hinu
megin ríkir ævarandi nótt, unz þau líða undir lok. Þar inn í
skugganum þrífst andlegt þröngsýni, hleypidómar, ofstæki og
trúarhatur. En sólarmegin blómgasl andlegl víðsýni, sannleiks-
ást, umburðarlyndi og bræðralag.