Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 93

Jólablað félagsins Stjarnan í austri. - 24.12.1917, Page 93
✓ Ur „Mánaljóðum". Eflir Rabindra Nalli Tagore. I. LOKIN. Nú er mér orðið mál að fara, mammal Nú fer ég frá þér. Á morgun kemur kyrlát afturelding, dimman dvín, og þú breiðir út faðminn, yíir barnið þitt lilla í vöggunni. Og þá segi ég: »Litli drengurinn þinn er farinn!«--— Mamma, ég er að fara — alfarinn! Eg skal bregða mér í ljúfan blæ sem leikur um þig, ég skal breytast í blægárana á vatninu, þegar þú laugar þig, — og kyssa þig, kyssa þig aftur og aftur. Þú skalí heyra mig hvisla, þegar hvast er á nóttunni og regnið bylur á blöðunum, en þú ert gengin til hvilu. Og leiflrið, sem glampar inn um opinn gluggann, skal flytja þér hlátur minn í herbergið þitt. Og ef þú liggur andvaka og hugsar um litla drenginn þinn langt fram á nótt, — þá skal ég syngja fyrir þig frá stjörnunum: »Sofðu, mamma, sofðu!« Eg skal laumast að rúminu þínu í reikulum tunglsgeislum og halla mér að brjósti þér, er þú blundar. Eg skal breyta mér i draum og laumast inn um örmjóa rifuna milli hvarma þinna, — inn í dýpsta draumblund 91

x

Jólablað félagsins Stjarnan í austri.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablað félagsins Stjarnan í austri.
https://timarit.is/publication/439

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.