Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Blaðsíða 4
242
Jak. Thor.: Hrefna á Heiði.
[ IÐUNK
gleðimáll og liámentaður.
Erindi hann á til þín.
Sýslumaðurinn sjálfur, góða,
seztur er hér með ásýnd rjóða,
og vill nú hreint þú verðir sín.
Þóknun mína þarf ég eigi
þér að greina, ljósið mitt.
Ei fer slíka auðnuvegi
alþýðan á hverjum degi,
og flestir reyna’ að sjá um sitt.
Þungt er að gutla’ á kolungskænum.
Kembd’ þér og greiddu í öllum bænum,
leiktu þér svo við lánið þitt«.
Fram hún gekk í hversdagsklæðum,
kurteis, há og tiguleg. —
»Býðst mér sess í heiðursliæðum
lieyri ég sagt frá yðar ræðum,
lægri þótt ég velji veg:
Heitin þjófi, — sekum sveini;
sjálfur geymið þér hann í steini.
Leyndunum hér með lýsi ég.
Þegar hann þér lausan látið,
leggjum við á braltans fjöll.
Heitt skal beðið, hljótt skal grátið,
að hendi’ hann aldrei sama mátið.
Seint á að kvölda’ í kærleikshölk. —
Burt hún gekk í glæstum skrúða
göfuglyndis, — mærin prúða.
Mjúk á fæti’ og fögur öll.
Jakob Thorarensen.