Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Blaðsíða 76
314
Stgr. Matthíasson:
[ IÐUNN
eftir ásetningi vilja síns, eða hvernig það nú var. Hann
herti svo að okkur með að verða sjónarvottar að þess
konar tilraun, að við létum það eftir honum. í fyrstu þreif-
uðum við allir þrír eftir slagæðinni eða púlsinum og fund-
um liann greinilega, þó veikur væri og blaktandi, og hjart-
að sló eðlilega. Hann lagðist aftur á bak og lá stundarkorn
grafkyr í þeim stellingum. Kg hélt í hönd honum, Dr.
Baynard lagði liönd sina á bjarta hans og hr. Skrine
hélt fáguðum spegli fyrir framan vit lionum. Kg fann nú
að æðin varð smámsaman linari, þar til ég að lokum við
nákvæma aðgæzlu og þreiflngu varð hennar ekki var. Dr.
Baynard gat ekki fundið hið minsta til hreyfingu hjartans
og Skrine sá ekki votta fyrir neinni andardráttarmóðu á
breiða speglinum, sem hann hélt fyrir munni hans. Því
næst athuguðum við hver i sínu lagi óg liver af öðrum
slagæðina, hjartað og andardráttinn, en gátum ekki við ná-
kvæmustu rannsókn fundið hin minstu lifsmörk. Við revnd-
um lengi eins vel og við höfðum vit á að gera okkur grein
fyrir þessum furðulega viðburði. En er við sáum, að hann
lá stöðugt i .þessu sama ástandi, komumst við að þeirri
niðurstöðu, að hann hefði sennilega farið lengra í tilraun-
inni en hann ætlaði sér, og urðum scinast sannfærðir um,
að hann væri algerlega dauður og ætluðum því að fara.
Þannig leið hálf klukkustund. Um miðmorgun (það var um
liaust), er við ætluðum að ganga frá honum, urðum við
varir við að likið hreyfðist litillega, og fundum nú við nána
athugun, að æðin og hjarlað fóru smámsaman aftur að slá.
Hann tók að anda og tala í lágum hljóðum. Við urðum
allir öldungis steinhissa yfir þessari óvæntu breytingu.
Eflir að við höfðum spjallað við liann og talað saman
okkar á milli dálitla stund, fórum við burt; vorum við þá
að vísu fyllilega sannfærðir um alt, sem gerst hafði, en vor-
um alveg forviða og undrandi, og ekki megnugir þess að
gefa ncina skynsamlega skýringu á því«.
Verworn gengur síðan út frá því sem gefnu, að menn gcti
fallið í dauðadá svo djúpt, að ekki sé unt að greina annað
en aó um algeran dauða sé að ræða, en lionum finst slíkt
enn þá svo torskilið, að nauðsyn beri til, að lífeðlisfræð-
ingar rannsaki það itarlega. ... Eg hefi ekki kynt mér
þessi málefni nánar, en það væri óneitanlega gaman, el