Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Blaðsíða 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Blaðsíða 6
244 Arnrún frá Felli: [ IÐUNN þar voru, með handabandi; en þegar Rakel sá, að sumir fóru að brosa, kipti hún í hann og staðnæmd- ist við dyrnar og fanst hún ætla að hníga niður. — »það er óhætt að setjast, röðin kemur ekki strax að ykkur«; sagði feit og góðlátleg kona, og færði sig til á bekknum. Rakel leit þakklætisaugum til hennar. Læknirinn kom fram í dyrnar, hleypti fölleitum pilti út og sagði: »Næsti«. Maður með hendi í fatla stóð upp, gekk inn, læknirinn lokaði. Svona gekk það koll af kolli. Loksins kom að Rakel. Skjálfandi stóð hún upp og gekk inn í bjarta og hlýja stofu, fallegustu stofuna, sem hún hafði séð. »Setjist þér, stúlka mín«, sagði læknirinn vingjarnlega. Og meðan hann þvoði sér um hendurnar, spurði hann, hvað hún héti og hvaðan hún væri. »Einmitt það, Rakel SaIómonsdóttir«, sagði hann og brosti góðlátlega. »Hvað amar að yður, Rakel Salómonsdóttir frá Urð- arkoti á Ströndum?« »Ég heli verk fyrir brjóstinu«, sagði Rakel lágt. »Fyrir bringspölunum? Hafið hósta, svitnið á nótt- unni, eruð lystarlaus, máttlítil, liggið með köílum rúmföst?« Rakel varð steinhissa; hvernig vissi læknirinn þetta? Sá hann það á henni? »Já«, sagði hún ogbættivið: »Verstur er verkurinn undir síðubarðinu«. »Já, einmitt það, ég veil það, stúlka litla; farið þér nú úr; ég þarf að athuga yður, hlusta yður«. Hann gekk út að glugganum. Rakel afklæddist. Læknirinn tók upp hlustpípuna. Með snörum læknisaugum leil hann á sjúklinginn, sá holur fyrir ofan viðbeinin, signar axlir og ofur- lítil slöpp brjóst, líkust sóleyjahnöppum, sem frost- nótt hefir hindrað að springa út. »Andið þér djúpt, lióslið, andið með opnum munni«, marg-endurtók læknirinn. Hún var dauðþreytt, þegar hann loks hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.