Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Blaðsíða 28
266 'Porleifur H. Bjarnason: iiðunn
Eins og vikið var að liér að ofan, var Bretum
illa við viðleitni keisara að auka ílota og nýlendur
hins þýzka ríkis. Brátt urðu ýmsar aðrar greinar til
þess að spilla enn meir samkomulagi þeirra. Haustið
1898 tókst keisari ásamt drotningu sinni ferð á hendur
til Austurlanda. Fengu þau afbragðs viðtökur hjá
Abdul Hamid Tyrkjasoldáni og héldu síðan til Gyð-
ingalands og vitjuðu hinna helgu staða þar. Á ferð
þessari sýndi keisari Gyðingum og Múhameðstrúar-
mönnum mikið dálæti. í Damaskus lýsti hann yfir
því í ræðu sinni, að þær 300 miljónir Múhameðs-
trúarmanna, sem mönnum teldust vera í heiminum,
ætti engan betri vin en Þýzkaland.
Það var ekki laust við, að sumir óvinir keisara hentu
gaman að þessu ferðalagi hans. En þeim brá heldur
en ekki í brún, er þeir fréltu, að »hinn krýndi far-
andsali«, eins og þeir kölluðu hann, hefði bundið
vináttu við Tyrkjasoldán og gert hann fylgjandi sér.
Kom það brátt í Ijós, því að ári síðar fékk járn-
brautarfélag, sem aðallega hafði þýzkt fé með hönd-
um, einkaleyfi soldáns til þess að leggja járnbraut
frá Konia í Litluasíu austur yfir Eufrat lil Mossul
og Bagdad. Þjóðverjar lögðu afarmikið upp úr járn-
brautarlagning þessari, og sumir þeirra höfðu jafnvel
á orði, að brautin mundi gera Tyrkland að liálf-
gildings nýlendu Þjóðverja, og þeim væri svo innan
handar að færa þaðan út kvíarnar lengra austur í
álfu.
Bæði Rússum og Frökkum, en þó einkum Bretum,
var meinilla við þessa fyrirhuguðu járnbrautarlagn-
ing, því að hún kom í bága við fyrirætlanir og hags-
muni þessara þjóða. Tókst Bretum og Rússum að
hefta framgang málsins á ýmsan hátt, svo að það
komst ekki samkomulag á um það fyr en skömmu
fyrir heimsstyrjöldina.
í Búastyrjöldinni voru Þjóðverjar og blöð þeirra