Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Blaðsíða 10
218
Arnrún frá Felli:
[IÐUNN
hana; spurði hana, hvaðan hún væri og hvað gengi
að henni. Rakel sagði, að sér væri ilt undir síðunni;
iæknirinn heima hefði sagt, að eittlivað mundi vera
að lifrinni.
' wÞað þarf þá sjálfsagt að gera á yður skurð«.
»Skurð«, sagði Rakel og bliknaði.
»Já, það gagnar ekkert annað; ég hafði botnlanga-
hólgu, var skorin og botnlanga-totan tekin; þeir taka
svo sem ekki allan botnlangann, þó fólk í fávizku
sinni haldi það«. Hún skyldi ekki vera hrædd; hún
yrði bundin á skurðarborðið, poka livolft yfir and-
litið á henni — þaðj kölluðu þeir að svæfa — og
hún vissi ekkert, fyr en alt væri búið; þá vaknaði
hún og stæði á höfði. »Ég held ég þekki það«, bætti
liún við; það væri engin ástæða til að vera hrædd, ef
maður kafnaði ekki við svæfinguna, eða manni blæddi
ekki út, á ipeðan á skurðinum stæði; en umfram alt
yrði hún að láta prófessorinn gera skurðinn, hann
væri læknir, sem vert væri um að tala; það væri
enginn verulegur læknir nema hann.
Rakel hlustaði skjálfandi á frásögu hennar og
dirfðist loks að segja: »Læknirinn minn er áreiðan-
lega sá bezti læknir, sem til er, og ef hann getur
ekki læknað mig, getur það enginn«, — og trúnaðar-
traustið skein úr liverju orði.
»Uss! Hann er ekki annað en meðalalæknir«,
sagði stúlkan fyrirlitlega.
Éetta þoldi Rakel ekki; hálf-settist upp í rúminu
og ætlaði að fara að bera blalc af honum; en þá
kom »systirin« með matinn. Rakel reyndi að borða,
en hafði enga matarlyst, fanst hún þurfa að neyta
krafta til að geta kingt hverjum munnsopa; kom
næstum engu niður.
»Rakel verður að borða«, sagði »systirin« blíðlega,
en þó ákveðið; »læknirinn hennar hefir sagt það«.
Þegar hún heyrði hann nefndan, reyndi hún að