Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Blaðsíða 69
iðunni Síöasti engillinn lians Antonio Allegri. 307
við það, að Taddeo væri kominn, gaf hann konu
sinni og sonum sínum bendingu um það að fara út
úr herberginu. Svo greip hann um hönd vinar síns
með mögrum höndum sínum og sagði: »Það er þá
víst úti um mig, og ekki framar nein von um bata?«
»Antonio«, svaraði Taddeo honum með skjálfandi
1-öddu, »það væri synd af mér að leyna þig nokkru á
þessari hættunnar stundu. Mannleg hjálp megnar hér
ekkert. Guð einn gæti gert kraftaverk«. »Hann gerir
það ekki«, sagði Correggio og lirosti gremjulega, »í
eymd og örbirgð er ég fæddur og í eymd og örbirgð
a ég að enda mitt jarðneska skeið«. »Aumi maður«,
greip Taddeo fram í fyrir honum, »talaðu ekki svona
um forsjónina, þú, sem innan skamms átt að mæta
fi'ammi fyrir guði«. En hinn deyjandi maður lét sem
hann hefði ekki heyrt neilt af því, sem vinur lians
siðast sagði, og eftir nokkur augnablik sagði hann
eins og í hálfgerðu óráði: »Heyrðu, vinur minn.
^egar ég fyrir mánuði var á heimleið frá Parma,
skall á mig á miðri leið ógurlegur hvirtilbylur. Him-
mninn myrkyaðist skyndilega og hjúpaðist svörtu
tjaldi, og á því þulu blóðrauð leiftur fram og aftur,
hratt sem hugur manns; ógurlega lét mér í eyrum
8nýr þruinunnar, vindarnir börðust um völdin, regnið
fossaði úr loftinu í stríðuin straumum og haglél kom
hrátt á eftir. í þessum hamförum náttúrunnar sá ég
höggorm og dúfu llýja undir eik. Þá sló niður eld-
lngu, og varð dúfan fyrir lienni, en höggormurinn
staPp undan heilu og liöldnu«. »Þegiðu, segi ég enn,
Vesali maður!«, gall Taddeo við, um leið og hann
heýgði sig yfir vin sinn, »þú, sem innan lítils tíma
alt að standa frammi fyrir augliti guðs, talaðu ekki
svona um hans óendanlegu miskunnsemi«. »Ó, tal-
aðu við mig um dauðann«, sagði þá Antonio glaðari
1 hragði, »og ég skal hlýða á þig, því ég vil deyja,
eg elska dauðann. En hvað sagði ég? Að deyjal Og
20*