Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 15

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 15
IÐUNN Völu-Steinn. 173 eins og lítill lækur ljúki sinu hjali par sem lygn í leyni liggur marinn svali. — þar sem talað er um, að lífið hverfi eins og lækur í skaut hafsins, er meiri blær af Nirvana en kristnum hugmyndum. Völuspá hefir orðið til á furðu líkan hátt. Þar er líka nýr boðskapur, sem kemur í tvennu lagi: fyrst almenn kynning af kristninni, síðan sjálft kristni- boðið, flutt af skeleggjum formælanda. Kenningunni er tekið andúðarlaust, og í svipinn fyllir hún hug- ann. En svo brýzt bernskutrúin fram og kristnu áhrifanna gætir fuiðu lítið í þeim straumi. Það eru ekki nema síðustu visurnar, sem bera alveg svip þeirra — eftir að innibyrgða efnið hefir rutt sér úr farveginum. í Völuspá er — fyrir utan samhengið í kvæðinu — ekki öllu meira af kristnu efni en af Búddhatrú í kvæði síra Matthíasar. IV. Mér finst ég vera staddur í Haga á Barðaströnd vorið 999. Morguninn eftir að Þangbrand bar að garði á Gestur, ásamt nokkrum helztu boðsmönnum, langt tal við hann. Prestur boðar þeim ekki einungis kristni, heldur hin miklu tíðindi, að samkvæmt ó- yggjandi spádómi heilagra bóka muni hinir síðustu og verstu dagar hefjast á næsta ári, og síðan fari dómsdagur í hönd. í*á muni menn verða dæmdir eftir verkum sínum, illir menn fara til helvítis, en góðir menn og siðlátir til himnaríkis og lifa þar í eilifum fagnaði með almátkum guði. Samtalið gagn- tekur Stein. Um stund sér hann ekki annað en Hvita- Krist með hersveitir sínar í skýjum himins, Mikjál í fararbroddi englalylkinganna, dóminn, hina hiinnesku Jerúsalem og hið eilífa friðarríki. Hann er eins og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.