Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 21
IÐUNN
Um flutning latínuskólanna
til Reykjavíkur og tildrögin til þess.
Svo sem kunnugt er, var skömmu eftir siðaskiftin
komið á stofn tveim föstum skólum handa presta-
efnum hér á landi, sínum á hvorum biskupsstólnum.
Mátti svo segja, að biskuparnir skyldu hafa allan
veg og vanda af þeim. Peir áttu að sjá kennurum
fyrir fæði, húsnæði og launum. þá skyldu þeir og
sjá ölmususveinum fyrir húsnæði, fæði, þjónustu,
ljósi, pappír og að nokkru leyti fyrir fötum, þann
tíma er þeir dvöldu í skólanum. Þeir áttu mikinn
þátt í skipun kennara, og áttu að hafa náið eftirlit
með öllu framferði í skólanum, kenslu og öðru, og
tóku stundum jafnvel nokkurn þátt i kenslunni sjálfir.
Þeim voru fengnar stólsjarðirnar til forráöa, og áttu
þeir að taka afgjöld þeirra upp í laun sín og til að
standa straum af skólunum, og svo fengu þeir og
nokkuð af konungstíundum, þegar jarðarafgjöldin og
kvaðirnar, sem á jörðunum hvíldu, þóttu ekki nægja.
þetta skipulag veitti biskupunum ærið einræðisvald
yfir skólunum, og lítið eftirlit var sjálfsagt með því,
hve vandlega skólareglugerðinni var>fylgt. Þetta sam-
kurl á tekjum biskupanna og skólanna gat ekki
reynst vel. Pví meira sem biskup sparaði við skól-
ann, því meira féll í hans hlut. Öðrum eins fræðslu-
frömuði og Guðbrandi biskupi var jafnvel brugðið
um það, að hann héldi lélegan skólameistara, til þess
að komast sem léttast út af útlátum við hann. Á
hve mikium eða litlum rökum, sem þessi áburður
kann að hafa verið bygður, sýnir hann þó álit manna
á skipulaginu. Fyrir biskupana sjálfa varð það eigi